Opinber afskipti en ekki pólitísk árni páll árnason skrifar 25. febrúar 2009 06:00 Árni Páll Árnason skrifar um ríkisafskipti: Undanfarið hefur verið nokkur umræða um þær tillögur nefndar ríkisstjórnarinnar, sem Mats Josefsson veitir forstöðu, að styrkja þurfi eigendahlutverk ríkisins gagnvart nýjum ríkisbönkum og taka með skipulegri hætti á erfiðum skuldamálum en hingað til hefur verið gert. Vart hefur orðið ótta um að í þeirri leið felist aukin hætta á pólitískum afskiptum og afturhvarf til þess pólitíska skömmtunarkerfis sem við bjuggum við áratugum saman. Fátt er fjær sanni. Ríkið er nú eigandi þriggja stærstu banka landsins. Verulegs frumkvæðis er þörf af hálfu ríkisins til að koma efnahagslífinu aftur á kjöl. Við þær aðstæður er val um tvennt: Að fulltrúar ríkisins í hverjum banka um sig taki ákvarðanir eða að þær séu teknar á einum stað með samræmdum hætti. Augljóst er hvort fyrirkomulagið veldur meiri hættu á ógagnsæi, spillingu og því að tekið sé með ósambærilegum hætti á sambærilegum málum. Stefnumörkun Josefsson-nefndarinnar tryggir að einn aðili sinni úrvinnslu stærstu og flóknustu skuldamála bankanna þar sem hægt er að koma við endurfjármögnun og endurskipulagningu í rekstri. Ætlunin er að eignaumsýslufyrirtækið starfi á grundvelli almennra leikreglna og sú staðreynd mun auðvelda að halda viðskiptamálefnum í hæfilegri fjarlægð frá pólitískri hagsmunagæslu. Enginn vill afturhvarf til pólitískrar íhlutunar í viðskiptaákvarðanir banka. En almenningur á rétt á að tekið sé á sambærilegum málum með sambærilegum aðferðum og að tryggt sé að hagsmunir ríkisins séu varðir með almennum leikreglum, frekar en að tilviljun ráði ákvörðunum og þær séu allar vafðar í þoku ógagnsæis og efasemda vegna flókinna vináttu- og eignatengsla. Afskiptaleysi ríkisvaldsins af fjármálamarkaði og stefnuleysi hins opinbera í uppbyggingu fjármálamarkaða á stóran þátt í því hruni sem orðið hefur. Það er tímabært að við tileinkum okkur virk, fagleg og gagnsæ ríkisafskipti af þeirri gerð sem stutt hafa við efnahagslega velferð í nágrannalöndum okkar um áratugi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Árni Páll Árnason skrifar um ríkisafskipti: Undanfarið hefur verið nokkur umræða um þær tillögur nefndar ríkisstjórnarinnar, sem Mats Josefsson veitir forstöðu, að styrkja þurfi eigendahlutverk ríkisins gagnvart nýjum ríkisbönkum og taka með skipulegri hætti á erfiðum skuldamálum en hingað til hefur verið gert. Vart hefur orðið ótta um að í þeirri leið felist aukin hætta á pólitískum afskiptum og afturhvarf til þess pólitíska skömmtunarkerfis sem við bjuggum við áratugum saman. Fátt er fjær sanni. Ríkið er nú eigandi þriggja stærstu banka landsins. Verulegs frumkvæðis er þörf af hálfu ríkisins til að koma efnahagslífinu aftur á kjöl. Við þær aðstæður er val um tvennt: Að fulltrúar ríkisins í hverjum banka um sig taki ákvarðanir eða að þær séu teknar á einum stað með samræmdum hætti. Augljóst er hvort fyrirkomulagið veldur meiri hættu á ógagnsæi, spillingu og því að tekið sé með ósambærilegum hætti á sambærilegum málum. Stefnumörkun Josefsson-nefndarinnar tryggir að einn aðili sinni úrvinnslu stærstu og flóknustu skuldamála bankanna þar sem hægt er að koma við endurfjármögnun og endurskipulagningu í rekstri. Ætlunin er að eignaumsýslufyrirtækið starfi á grundvelli almennra leikreglna og sú staðreynd mun auðvelda að halda viðskiptamálefnum í hæfilegri fjarlægð frá pólitískri hagsmunagæslu. Enginn vill afturhvarf til pólitískrar íhlutunar í viðskiptaákvarðanir banka. En almenningur á rétt á að tekið sé á sambærilegum málum með sambærilegum aðferðum og að tryggt sé að hagsmunir ríkisins séu varðir með almennum leikreglum, frekar en að tilviljun ráði ákvörðunum og þær séu allar vafðar í þoku ógagnsæis og efasemda vegna flókinna vináttu- og eignatengsla. Afskiptaleysi ríkisvaldsins af fjármálamarkaði og stefnuleysi hins opinbera í uppbyggingu fjármálamarkaða á stóran þátt í því hruni sem orðið hefur. Það er tímabært að við tileinkum okkur virk, fagleg og gagnsæ ríkisafskipti af þeirri gerð sem stutt hafa við efnahagslega velferð í nágrannalöndum okkar um áratugi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar