Opinber afskipti en ekki pólitísk árni páll árnason skrifar 25. febrúar 2009 06:00 Árni Páll Árnason skrifar um ríkisafskipti: Undanfarið hefur verið nokkur umræða um þær tillögur nefndar ríkisstjórnarinnar, sem Mats Josefsson veitir forstöðu, að styrkja þurfi eigendahlutverk ríkisins gagnvart nýjum ríkisbönkum og taka með skipulegri hætti á erfiðum skuldamálum en hingað til hefur verið gert. Vart hefur orðið ótta um að í þeirri leið felist aukin hætta á pólitískum afskiptum og afturhvarf til þess pólitíska skömmtunarkerfis sem við bjuggum við áratugum saman. Fátt er fjær sanni. Ríkið er nú eigandi þriggja stærstu banka landsins. Verulegs frumkvæðis er þörf af hálfu ríkisins til að koma efnahagslífinu aftur á kjöl. Við þær aðstæður er val um tvennt: Að fulltrúar ríkisins í hverjum banka um sig taki ákvarðanir eða að þær séu teknar á einum stað með samræmdum hætti. Augljóst er hvort fyrirkomulagið veldur meiri hættu á ógagnsæi, spillingu og því að tekið sé með ósambærilegum hætti á sambærilegum málum. Stefnumörkun Josefsson-nefndarinnar tryggir að einn aðili sinni úrvinnslu stærstu og flóknustu skuldamála bankanna þar sem hægt er að koma við endurfjármögnun og endurskipulagningu í rekstri. Ætlunin er að eignaumsýslufyrirtækið starfi á grundvelli almennra leikreglna og sú staðreynd mun auðvelda að halda viðskiptamálefnum í hæfilegri fjarlægð frá pólitískri hagsmunagæslu. Enginn vill afturhvarf til pólitískrar íhlutunar í viðskiptaákvarðanir banka. En almenningur á rétt á að tekið sé á sambærilegum málum með sambærilegum aðferðum og að tryggt sé að hagsmunir ríkisins séu varðir með almennum leikreglum, frekar en að tilviljun ráði ákvörðunum og þær séu allar vafðar í þoku ógagnsæis og efasemda vegna flókinna vináttu- og eignatengsla. Afskiptaleysi ríkisvaldsins af fjármálamarkaði og stefnuleysi hins opinbera í uppbyggingu fjármálamarkaða á stóran þátt í því hruni sem orðið hefur. Það er tímabært að við tileinkum okkur virk, fagleg og gagnsæ ríkisafskipti af þeirri gerð sem stutt hafa við efnahagslega velferð í nágrannalöndum okkar um áratugi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Árni Páll Árnason skrifar um ríkisafskipti: Undanfarið hefur verið nokkur umræða um þær tillögur nefndar ríkisstjórnarinnar, sem Mats Josefsson veitir forstöðu, að styrkja þurfi eigendahlutverk ríkisins gagnvart nýjum ríkisbönkum og taka með skipulegri hætti á erfiðum skuldamálum en hingað til hefur verið gert. Vart hefur orðið ótta um að í þeirri leið felist aukin hætta á pólitískum afskiptum og afturhvarf til þess pólitíska skömmtunarkerfis sem við bjuggum við áratugum saman. Fátt er fjær sanni. Ríkið er nú eigandi þriggja stærstu banka landsins. Verulegs frumkvæðis er þörf af hálfu ríkisins til að koma efnahagslífinu aftur á kjöl. Við þær aðstæður er val um tvennt: Að fulltrúar ríkisins í hverjum banka um sig taki ákvarðanir eða að þær séu teknar á einum stað með samræmdum hætti. Augljóst er hvort fyrirkomulagið veldur meiri hættu á ógagnsæi, spillingu og því að tekið sé með ósambærilegum hætti á sambærilegum málum. Stefnumörkun Josefsson-nefndarinnar tryggir að einn aðili sinni úrvinnslu stærstu og flóknustu skuldamála bankanna þar sem hægt er að koma við endurfjármögnun og endurskipulagningu í rekstri. Ætlunin er að eignaumsýslufyrirtækið starfi á grundvelli almennra leikreglna og sú staðreynd mun auðvelda að halda viðskiptamálefnum í hæfilegri fjarlægð frá pólitískri hagsmunagæslu. Enginn vill afturhvarf til pólitískrar íhlutunar í viðskiptaákvarðanir banka. En almenningur á rétt á að tekið sé á sambærilegum málum með sambærilegum aðferðum og að tryggt sé að hagsmunir ríkisins séu varðir með almennum leikreglum, frekar en að tilviljun ráði ákvörðunum og þær séu allar vafðar í þoku ógagnsæis og efasemda vegna flókinna vináttu- og eignatengsla. Afskiptaleysi ríkisvaldsins af fjármálamarkaði og stefnuleysi hins opinbera í uppbyggingu fjármálamarkaða á stóran þátt í því hruni sem orðið hefur. Það er tímabært að við tileinkum okkur virk, fagleg og gagnsæ ríkisafskipti af þeirri gerð sem stutt hafa við efnahagslega velferð í nágrannalöndum okkar um áratugi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar