Viðskipti erlent

Bílaframleiðendur „ekki alveg í húsi“

Barack Obama
Barack Obama

Barack Obama forseti Bandaríkjanna segir að bílaframleiðendur séu „ekki alveg í húsi" en á morgun kemur í ljós hvort greiðslustöðvun General Motors og Chrysler LLC verði framlengd. Unnið er að áætlun fyrirtækjanna.

Þetta kom fram í máli Obama sem fór yfir áætlun sína um að endurreisa bílaiðnaðinn í Bandaríkjunum.

Í máli hans kom fram að bílaframleiðendurnir þyrftu að gera örlítið meira til þess að fá meira fjármagn. Hann sagði áætlun þeirra þurfa að gera ráð fyrir meiri hagnaði en núverandi áætlun hjá bílaverksmiðjum í Detroit.

Endurreisn bílaiðnaðarins gerir ráð fyrir fórnum í öllum deildum fyrirtækjanna. Þar á meðal stjórnenda, verkamanna, hluthafa, lánadrottna, birgja og sölumanna sagði Obama.

„Allir verða að koma að borðinu og segja að það sé mikilvægt fyrir okkur öll að gerðar verði veigamiklar breytingar svo framtíð þessa iðnaðar verði björt,"sagði Obama.

Bílaiðnaðurinn í Bandaríkjunum hefur þegið 17,4 milljarða bandaríkjadollara síðan í desember en hefur nú beðið um 21,6 milljarð dollara í viðbót.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×