KKÍ hefur ákveðið að segja upp samningi Ágústs Björgvinssonar landslðsþjálfara kvenna. Ástæðan er sögð vera trúnaðarbrestur.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem KKÍ sendi frá sér í dag.
„Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur í dag ákveðið að segja upp samningi við Ágúst Sigurð Björgvinsson þjálfara A-landsliðs kvenna og lætur hann strax af störfum. Unnið er að því að ráða nýjan þjálfara til liðsins.
Ástæða uppsagnarinnar er trúnaðarbrestur á milli stjórnar KKÍ og þjálfarans.“