Bílstjóri bin Ladens á hvíta tjaldið 5. febrúar 2009 06:00 George Clooney mun að öllum líkindum framleiða, leikstýra og leika aðalhlutverkið í kvikmynd um bílstjóra Osama bin Laden. George Clooney og Adam Sorkin, þekktastur fyrir West Wing-þættina, ætla að gera kvikmynd um hugsanleg réttarhöld yfir bílstjóra Osama bin Laden, Salim Ahmed Hamdan. Clooney er mikill áhugamaður um Mið-Austurlönd, lék meðal annars í Syriana sem fjallaði um olíubraskið á bak við tjöldin í arabalöndunum og Bandaríkjunum. Clooney hefur jafnframt verið harður andstæðingur Bush-ríkisstjórnarinnar og talað opinskátt um hvað honum hefur fundist um fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Í bakgrunni verða hinar umdeildu Guantánamo-búðir sem núverandi Bandaríkjaforseti, Barack Obama, hefur lofað að loka í lok ársins. Myndin mun því ekki fjalla um sekt eða sakleysi Hamdans heldur mun kastljósinu beint að deilum lögfræðinganna Charles Swift og Neals Katyal um hvort fangabúðirnar hafi átt rétt á sér eða ekki. Lögfræðingarnir fóru með deilur sína alla leið fyrir hæstarétt sem úrskurðaði að búðirnar væru að öllum líkindum ólöglegar gagnvart stjórnarskrá Bandaríkjanna og samkvæmt Genfarsáttmálanum; smáatriði sem bæði George W. Bush og Donald Rumsfeld kusu að horfa fram hjá. Sorkin mun skrifa handritið eftir bókinni The Challenge of Hamdan eftir Jonathan Mahler og Clooney mun að öllum líkindum bæði framleiða, leikstýra og leika aðalhlutverkið. Blaðamenn Empire mega vart vatni halda yfir þessar hugmynd og spá henni mikill velgengni. „Þarna er skotið fast að Bush, þetta er hæfilegur skammtur fyrir Law & Order-fíklana og George Clooney í hermannabúningi mun að öllum líkindum trylla helming heimsbyggðarinnar,“ skrifar blaðamaður Empire. Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
George Clooney og Adam Sorkin, þekktastur fyrir West Wing-þættina, ætla að gera kvikmynd um hugsanleg réttarhöld yfir bílstjóra Osama bin Laden, Salim Ahmed Hamdan. Clooney er mikill áhugamaður um Mið-Austurlönd, lék meðal annars í Syriana sem fjallaði um olíubraskið á bak við tjöldin í arabalöndunum og Bandaríkjunum. Clooney hefur jafnframt verið harður andstæðingur Bush-ríkisstjórnarinnar og talað opinskátt um hvað honum hefur fundist um fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Í bakgrunni verða hinar umdeildu Guantánamo-búðir sem núverandi Bandaríkjaforseti, Barack Obama, hefur lofað að loka í lok ársins. Myndin mun því ekki fjalla um sekt eða sakleysi Hamdans heldur mun kastljósinu beint að deilum lögfræðinganna Charles Swift og Neals Katyal um hvort fangabúðirnar hafi átt rétt á sér eða ekki. Lögfræðingarnir fóru með deilur sína alla leið fyrir hæstarétt sem úrskurðaði að búðirnar væru að öllum líkindum ólöglegar gagnvart stjórnarskrá Bandaríkjanna og samkvæmt Genfarsáttmálanum; smáatriði sem bæði George W. Bush og Donald Rumsfeld kusu að horfa fram hjá. Sorkin mun skrifa handritið eftir bókinni The Challenge of Hamdan eftir Jonathan Mahler og Clooney mun að öllum líkindum bæði framleiða, leikstýra og leika aðalhlutverkið. Blaðamenn Empire mega vart vatni halda yfir þessar hugmynd og spá henni mikill velgengni. „Þarna er skotið fast að Bush, þetta er hæfilegur skammtur fyrir Law & Order-fíklana og George Clooney í hermannabúningi mun að öllum líkindum trylla helming heimsbyggðarinnar,“ skrifar blaðamaður Empire.
Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira