Marvin Valdimarsson, leikmaður Hamars, og Bárður Eyþórsson, þjálfari Fjölnis fengu stærstu verðlaunin fyrir 1. deild karla á lokahófi Körfuknattleikssambands Íslands í gærkvöldi. Marvin var valinn besti leikmaðurinn en Bárður var kosinn besti þjálfari deildarinnar.
Marvin Valdimarsson fór mikinn í liði Hamars sem tryggði sér sæti í Iceland Express deild karla næsta vetur með því að vinna deildarkeppnina. Marvin skoraði 31,1 stig að meðaltali í leik en hann skoraði yfir þrjátíu stig í 13 af 18 leikjum liðsins.
Bárður Eyþórsson, stýrði ungu liði Fjölnis upp í Iceland Express deildina með því að vinna úrslitakeppnina. Fjölnir sló Hauka út úr undanúrslitunum 2-1 og vann síðan báða leikina á móti Val í lokaúrslitunum.
Fjölnir og Hamar áttu bæði tvo leikmenn í úrvalsliði deildarinnar. Marvin Valdimarsson var að sjálfsögðu í liðinu ásamt félaga sínum Svavari Páli Pálssyni en þá voru einnig í liðinu tveir ungir Fjölnismenn, Ægir Þór Steinarsson og Haukur Helgi Pálsson. Fimmti leikmaður úrvalsliðsins var síðan Haukamaðurinn Sveinn Ómar Sveinsson.
Marvin og Bárður valdir bestir í 1. deild karla
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman
Íslenski boltinn



Chelsea pakkaði PSG saman
Fótbolti

Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn


Messi slær enn eitt metið
Fótbolti


Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur
Enski boltinn