Tvíhöfði í NFL-deildinni í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2009 17:41 Ben Roethlisberger og félagar í Pittsburgh Steelers verða í eldlínunni í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Það er farið að draga til tíðinda í NFL-deildinni og í kvöld verða tveir leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Komið er að úrslitaleikjunum í Ameríku- og Þjóðardeildunum en sigurvegarar leikjanna í kvöld mætast í sjálfum úrslitaleiknum, Super Bowl, eftir tvær vikur. Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Arizona og Philadelphia og svo klukkan 23.30 frá leik Pittsburgh og Baltimore. Vísir fékk Henry Birgi Gunnarsson, sérfræðing Stöðvar 2 Sports um NFL, til að spá í spilin fyrir leiki kvöldsins: Arizona Cardinals - Philadelphia Eagles: Fólk trúir því vart enn að þessi tvö lið séu að spila í úrslitum Þjóðardeildar. Arizona aldrei komist í þennan leik áður en Eagles komist oft á undanförnum árum. Enginn átti þó von á því núna en liðið hrökk í gírinn á réttum tíma og hefur verið óstöðvandi. Liðin mættust fyrr í vetur og þá slátraði Eagles leiknum. Það hefur ekkert að segja í kvöld. Klárlega má búast við Eagles-liðinu mjög sterku en það er nánast ómögulegt að spá í hvernig Arizona mun spila. Liðið byrjaði frábærlega í deildinni en átti herfilegan endasprett og var afskráð. Öllum að óvörum hefur Arizona síðan spilað stórkostlega í úrslitunum og spurning hvað gerist í kvöld. Ef leikstjórnandi Arizona, Kurt Warner, og einn besti útherji deildarinnar, Larry Fitzgerald, ná áfram vel saman er liðið afar skeinuhætt. Eagles-vörnin er aftur á móti að spila frábærlega og veðbankar spá þeim sigri með þremur og hálfu stigi. Hér verður vonandi mikið skorað og klárlega meira en í hinum leiknum. Spái mikilli flugeldasýningu og dramatískum leik sem endar með tíu stiga sigri Eagles, 34-24.Pittsburgh Steelers - Baltimore Ravens: Þetta verður rosaleg rimma með mjög stóru R-i. Þarna mætast tvö bestu varnarlið deildarinnar og aðeins í annað sinn síðan 1970 sem tvö bestu varnarlið deildarinnar mætast í úrslitaleik deildar. Liðin eru í sama riðli og það er gríðarlegt hatur á milli þeirra. Mikið slegist og djöflast og þetta verður afar líkamlegur leikur með hrikalegum tæklingum. Steelers vann báða leikina í vetur (23-20 og 13-9) á dramatískan hátt. Það verður klárlega dramatík aftur í kvöld. Í fimm af síðustu átta leikjum liðanna hefur munurinn á liðunum verið 6 stig eða minna. Steelers var með bestu vörnina í vetur en Ravens-vörnin hefur verið betri í úrslitakeppninni og er sú vörn sem stelur flestum boltum og refsar hvað mest. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, þarf því að spila af varkárni í kvöld. Steelers-sóknin er klárlega betri en Ravens-sóknin sem er leidd af nýliðanum Joe Flacco. Ravens-sóknin hefur ekkert gert í úrslitakeppninni og það segir sína sögu um varnarleikinn að liðið sé komið í úrslit Ameríkudeildar. Ravens-sóknin verður að stíga upp í kvöld og mikil pressa verður á nýliðanum Flacco sem mun örugglega fá barsmíðar hjá frábærum varnarmönnum Steelers. Spái frábærum hitaleik þar sem mun sjóða upp úr. Það verður slegist. Ekkert flóknara en það. Þessi leikur fer í framlengingu sem Steelers vinnur, 16-13. Annars stórkostlegt kvöld framundan með leikjum sem venjulega eru skemmtilegri en SuperBowl-leikurinn. Það má bara ekki missa af þessu. Mæli með því að menn birgi sig upp mat og drykk og njóti veislunnar langt fram á nótt. Góða skemmtun. Erlendar Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Sjá meira
Það er farið að draga til tíðinda í NFL-deildinni og í kvöld verða tveir leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Komið er að úrslitaleikjunum í Ameríku- og Þjóðardeildunum en sigurvegarar leikjanna í kvöld mætast í sjálfum úrslitaleiknum, Super Bowl, eftir tvær vikur. Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Arizona og Philadelphia og svo klukkan 23.30 frá leik Pittsburgh og Baltimore. Vísir fékk Henry Birgi Gunnarsson, sérfræðing Stöðvar 2 Sports um NFL, til að spá í spilin fyrir leiki kvöldsins: Arizona Cardinals - Philadelphia Eagles: Fólk trúir því vart enn að þessi tvö lið séu að spila í úrslitum Þjóðardeildar. Arizona aldrei komist í þennan leik áður en Eagles komist oft á undanförnum árum. Enginn átti þó von á því núna en liðið hrökk í gírinn á réttum tíma og hefur verið óstöðvandi. Liðin mættust fyrr í vetur og þá slátraði Eagles leiknum. Það hefur ekkert að segja í kvöld. Klárlega má búast við Eagles-liðinu mjög sterku en það er nánast ómögulegt að spá í hvernig Arizona mun spila. Liðið byrjaði frábærlega í deildinni en átti herfilegan endasprett og var afskráð. Öllum að óvörum hefur Arizona síðan spilað stórkostlega í úrslitunum og spurning hvað gerist í kvöld. Ef leikstjórnandi Arizona, Kurt Warner, og einn besti útherji deildarinnar, Larry Fitzgerald, ná áfram vel saman er liðið afar skeinuhætt. Eagles-vörnin er aftur á móti að spila frábærlega og veðbankar spá þeim sigri með þremur og hálfu stigi. Hér verður vonandi mikið skorað og klárlega meira en í hinum leiknum. Spái mikilli flugeldasýningu og dramatískum leik sem endar með tíu stiga sigri Eagles, 34-24.Pittsburgh Steelers - Baltimore Ravens: Þetta verður rosaleg rimma með mjög stóru R-i. Þarna mætast tvö bestu varnarlið deildarinnar og aðeins í annað sinn síðan 1970 sem tvö bestu varnarlið deildarinnar mætast í úrslitaleik deildar. Liðin eru í sama riðli og það er gríðarlegt hatur á milli þeirra. Mikið slegist og djöflast og þetta verður afar líkamlegur leikur með hrikalegum tæklingum. Steelers vann báða leikina í vetur (23-20 og 13-9) á dramatískan hátt. Það verður klárlega dramatík aftur í kvöld. Í fimm af síðustu átta leikjum liðanna hefur munurinn á liðunum verið 6 stig eða minna. Steelers var með bestu vörnina í vetur en Ravens-vörnin hefur verið betri í úrslitakeppninni og er sú vörn sem stelur flestum boltum og refsar hvað mest. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, þarf því að spila af varkárni í kvöld. Steelers-sóknin er klárlega betri en Ravens-sóknin sem er leidd af nýliðanum Joe Flacco. Ravens-sóknin hefur ekkert gert í úrslitakeppninni og það segir sína sögu um varnarleikinn að liðið sé komið í úrslit Ameríkudeildar. Ravens-sóknin verður að stíga upp í kvöld og mikil pressa verður á nýliðanum Flacco sem mun örugglega fá barsmíðar hjá frábærum varnarmönnum Steelers. Spái frábærum hitaleik þar sem mun sjóða upp úr. Það verður slegist. Ekkert flóknara en það. Þessi leikur fer í framlengingu sem Steelers vinnur, 16-13. Annars stórkostlegt kvöld framundan með leikjum sem venjulega eru skemmtilegri en SuperBowl-leikurinn. Það má bara ekki missa af þessu. Mæli með því að menn birgi sig upp mat og drykk og njóti veislunnar langt fram á nótt. Góða skemmtun.
Erlendar Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Sjá meira