Í kvöld fer fram keppnin „Berserkur" á Grafarholtsvelli en um er að ræða keppni um högglengsta kylfing landsins í karla- og kvennaflokki.
Forkeppni fór fram í Básum í gærkvöld en margir af bestu og högglengstu kylfingum landsins hafa þegar tilkynnt þátttöku sína í keppninni og keppa á úrslitakvöldinu í kvöld.
Keppnin í kvöld er hugsuð sem skemmtilegt krydd og upphitun fyrir Íslandsmótið í höggleik sem fram fer á Grafarholtsvellinum dagana 23.-26. júlí.