Ökumaðurinn Kristján Einar Kristjánsson nældi í bikar á Donigton Park brautinni í Bretlandi um helgina. Hann keppi þá í opnu evrópsku Formúlu 3 mótaröðinni.
"Þetta voru frábær endalok á keppnishelginni, en ég skal alveg viðurkenna að
þetta er einhver erfiðasti kappakstur sem ég hef keyrt, bæði fyrir mig og
fyrir bílinn," sagði Kristján Einar.
Keppt er í tveimur flokkum og ekur Kristján á Dallara 306, en Dallara 308 eru kraftmeiri ökutæki sem hann keppir einnig við. Kristján náði þriðja sæti í sínum flokki, efitr að að hafa unnið sig upp í annað sætið. Í lokin sneri hann þó bílnum og varð að sætta sig við bronsið.