FIA, alþjóðabílasambandið staðfesti formlega í dag að svokallað gullkerfi verður ekki tekið í notkun í Formúlu 1 á þessu ári, eftir kröftug mótmæli keppnisliða.
Stigakerfið sem hefur verið notað síðustu árs verður því áfram í fullu gildi, en tvö síðustu ár hefur keppni ökumanna unnist með eins stigs mun.
FIA tilkynnti í síðustu viku að sá ökumaður sem ynni flesta sigra yðri meistari í ár, en sendi frá sér yfirlýsingu í dag þess efnis að gullkerfið yrði ekki notað.