Kristianstad tapaði 0-3 fyrir Tyresö í sænsku kvennadeildinni í dag og datt fyrir vikið niður um tvö sæti í töflunni. Kristianstad er nú komið niður í 7. sæti deildarinnar eftir að hafa ekki náð að vinna í síðustu sex leikjum sínum.
Kristianstad-liðið fór í fjögurra daga verkfall í vikunni fyrir leikinn og það hafði örugglega sín áhrif þegar að Tyresö komst í 2-0 á fyrsta hálftímanum. Tyresö skoraði síðan þriðja og síðasta markið í uppbótartíma.
Margrét Lára Viðarsdóttir lék þarna sinn fyrsta leik í langan tíma eftir meiðsli og eykur það líkurnar á því að hún geti spilað í landsleiknum mikilvæga á móti Frökkum um næstu helgi.
Margrét Lára var í byrjunarliðinu hjá Elísabetu Gunnarsdóttur alveg eins og þær Guðný Björk Óðinsdóttir og Erla Steina Arnardóttir. Þær léku allar allan leikinn.
Margrét Lára spilaði í 90 mínútur en Kristianstad tapaði
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
