Ósinn og uppsprettan Jónína Michaelsdóttir skrifar 28. september 2010 06:00 Í eina tíð var ég formaður í hreyfingu stjórnmálaflokks í þorpi vestur á landi. Það stóð ekki lengi, en var afar áhugaverð lífsreynsla. Í litlu þorpi eru allir stórir. Einhverju sinni var aðalfundur rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar. Á fundinum var farið yfir tillögur um frambjóðendur, en þetta var áður en prófkjörin tóku völdin. Eftir nokkrar umræður var samþykktur framboðslisti með öllum greiddum atkvæðum. Næsta dag fékk ég upphringingu frá einum fundarmanna, hressum karli, sem sagðist vilja breytingar á listanum. Ég minnti hann á að þetta hefði verið aðalfundur, allir hefðu samþykkt listann með handauppréttingu, þar á meðal hann. "Já, já, ég veit það vel" sagði hann glaðlega, "en ég er búinn að skipta um skoðun!" Þetta var ekki einn af leiðandi mönnum í plássinu, en það munaði um hann í sínu hlutverki. Ég hafði öðrum þræði gaman af því hvað hann var ótruflaður af reglum og siðum, og hvað honum þótti þetta sjálfsagt. Málið leystist og ég fór heim til allra fundar-manna þennan dag með framboðslistann og lét þá samþykkja hann skriflega. Hefði kannski átt að gera það á fundinum sjálfum. Hamingjusamir ráðamenn Lengst af hef ég litið svo á að svona gerðist bara í fámennu sveitarfélagi, þar sem allir þekkjast og mál leyst á staðnum. En nú er ég reynslunni ríkari, rétt eins og aðrir landsmenn. Öllum er ljóst að það er hreint ekkert tiltökumál fyrir þá sem sitja í ríkisstjórn Íslands að skipta um skoðun, bæði í stórum málum og þeim sem minni eru. Oftar en ekki er um geðþóttaákvörðun ráðherra að ræða. Vitur maður sagði að þeir sem skiptu um skoðun væru salt jarðar, því að þeir hefðu hugsað málin til hlítar, og það er mikið til í því. En viska er ekki fyrsta orðið sem kemur upp í hugann þegar ríkisstjórnina ber á góma. Öðru nær. Þaðan af síður traust. Mér hefur alltaf þótt kyndugt að sjá breytinguna sem verður á mörgum vinstri mönnum þegar þeir fá völd. Þeir eru ekki bara glaðir, þeir eru beinlínis hamingjusamir! Reiðir ræðumenn og þungbúnir vandlætarar verða allt í einu glaðlegir og léttir í spori. Ljóma í framan, og njóta valdanna. Nú ráðum við! Þetta er sérstaklega eftirtektarvert vegna þess hvað þeir tala af mikilli fyrirlitningu um valdafíkn annarra og völd yfirleitt. Og auðvitað verða þingmenn annarra flokka líka oft drýldnir og góðir með sig þegar þeir komast í ríkisstjórn og þeirra málstaður er ráðandi stefna. Aðvitað líður öllum betur þegar þeir ráða ferðinni og lausnir sem þeir hafa trú á eru mál dagsins. En glaðastir eru vinstri menn, og engir njóta valdanna meira en þeir. Auðna eða mein Ríkisstjórnin fékk blíðan byr þegar hún ýtti úr vör, og góðar óskir fylgdu henni frá þeim sem trúðu því og treystu að nú yrði tekið til hendi. Leynimakk og klíkuskapur heyrðu sögunni til. Vinavæðingin þurrkuð út. Fólkið í landinu, ekki síst það sem minnst má sín, gat nú andað léttar. Vinir alþýðunnar við stýrið. Ráðdeildin og heiðarleikinn festur í sessi. Og hvernig hefur þetta svo gengið? Ekki er margt sem bendir til þess að fólkið í landinu uni nú sátt við sitt, eða hafi öryggiskennd vegna vandaðrar stjórnsýslu og heiðarleika stjórnarsinna. Þvert á móti. Fólk er ráðvillt. Hvaða rugl kemur næst? Leikþættirnir á Alþingi njóta ekki lengur vinsælda og aðalleikararnir njóta ekki þess trausts sem áður var þeirra styrkur. Góður ásetningur er virðingarverður. Ekki er í dag hægt að segja fyrir um hver verða eftirmæli þessarar ríkisstjórnar, eða hvort og þá hvernig henni tekst að ná vopnum sínum á næstu misserum. En ekki er margt sem bendir til þess að hennar verði minnst sem tímamótastjórnar í uppbyggingu atvinnulífs og öryggis. Þó veit maður aldrei. En eins og snillingurinn Sigurður Nordal orðaði það á sínum síma: Yfir flúðir auðnu og meins, elfur lífsins streymir. Sjaldan verður ósinn eins og uppsprettuna dreymir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Skoðanir Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Í eina tíð var ég formaður í hreyfingu stjórnmálaflokks í þorpi vestur á landi. Það stóð ekki lengi, en var afar áhugaverð lífsreynsla. Í litlu þorpi eru allir stórir. Einhverju sinni var aðalfundur rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar. Á fundinum var farið yfir tillögur um frambjóðendur, en þetta var áður en prófkjörin tóku völdin. Eftir nokkrar umræður var samþykktur framboðslisti með öllum greiddum atkvæðum. Næsta dag fékk ég upphringingu frá einum fundarmanna, hressum karli, sem sagðist vilja breytingar á listanum. Ég minnti hann á að þetta hefði verið aðalfundur, allir hefðu samþykkt listann með handauppréttingu, þar á meðal hann. "Já, já, ég veit það vel" sagði hann glaðlega, "en ég er búinn að skipta um skoðun!" Þetta var ekki einn af leiðandi mönnum í plássinu, en það munaði um hann í sínu hlutverki. Ég hafði öðrum þræði gaman af því hvað hann var ótruflaður af reglum og siðum, og hvað honum þótti þetta sjálfsagt. Málið leystist og ég fór heim til allra fundar-manna þennan dag með framboðslistann og lét þá samþykkja hann skriflega. Hefði kannski átt að gera það á fundinum sjálfum. Hamingjusamir ráðamenn Lengst af hef ég litið svo á að svona gerðist bara í fámennu sveitarfélagi, þar sem allir þekkjast og mál leyst á staðnum. En nú er ég reynslunni ríkari, rétt eins og aðrir landsmenn. Öllum er ljóst að það er hreint ekkert tiltökumál fyrir þá sem sitja í ríkisstjórn Íslands að skipta um skoðun, bæði í stórum málum og þeim sem minni eru. Oftar en ekki er um geðþóttaákvörðun ráðherra að ræða. Vitur maður sagði að þeir sem skiptu um skoðun væru salt jarðar, því að þeir hefðu hugsað málin til hlítar, og það er mikið til í því. En viska er ekki fyrsta orðið sem kemur upp í hugann þegar ríkisstjórnina ber á góma. Öðru nær. Þaðan af síður traust. Mér hefur alltaf þótt kyndugt að sjá breytinguna sem verður á mörgum vinstri mönnum þegar þeir fá völd. Þeir eru ekki bara glaðir, þeir eru beinlínis hamingjusamir! Reiðir ræðumenn og þungbúnir vandlætarar verða allt í einu glaðlegir og léttir í spori. Ljóma í framan, og njóta valdanna. Nú ráðum við! Þetta er sérstaklega eftirtektarvert vegna þess hvað þeir tala af mikilli fyrirlitningu um valdafíkn annarra og völd yfirleitt. Og auðvitað verða þingmenn annarra flokka líka oft drýldnir og góðir með sig þegar þeir komast í ríkisstjórn og þeirra málstaður er ráðandi stefna. Aðvitað líður öllum betur þegar þeir ráða ferðinni og lausnir sem þeir hafa trú á eru mál dagsins. En glaðastir eru vinstri menn, og engir njóta valdanna meira en þeir. Auðna eða mein Ríkisstjórnin fékk blíðan byr þegar hún ýtti úr vör, og góðar óskir fylgdu henni frá þeim sem trúðu því og treystu að nú yrði tekið til hendi. Leynimakk og klíkuskapur heyrðu sögunni til. Vinavæðingin þurrkuð út. Fólkið í landinu, ekki síst það sem minnst má sín, gat nú andað léttar. Vinir alþýðunnar við stýrið. Ráðdeildin og heiðarleikinn festur í sessi. Og hvernig hefur þetta svo gengið? Ekki er margt sem bendir til þess að fólkið í landinu uni nú sátt við sitt, eða hafi öryggiskennd vegna vandaðrar stjórnsýslu og heiðarleika stjórnarsinna. Þvert á móti. Fólk er ráðvillt. Hvaða rugl kemur næst? Leikþættirnir á Alþingi njóta ekki lengur vinsælda og aðalleikararnir njóta ekki þess trausts sem áður var þeirra styrkur. Góður ásetningur er virðingarverður. Ekki er í dag hægt að segja fyrir um hver verða eftirmæli þessarar ríkisstjórnar, eða hvort og þá hvernig henni tekst að ná vopnum sínum á næstu misserum. En ekki er margt sem bendir til þess að hennar verði minnst sem tímamótastjórnar í uppbyggingu atvinnulífs og öryggis. Þó veit maður aldrei. En eins og snillingurinn Sigurður Nordal orðaði það á sínum síma: Yfir flúðir auðnu og meins, elfur lífsins streymir. Sjaldan verður ósinn eins og uppsprettuna dreymir.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun