Ingibjörg hafði gleymt samráðshópi 15. apríl 2010 02:00 Á blaðamannafundi stuttu eftir hrun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra, og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, vissu lítið sem ekkert um vinnu samráðshóps sem fjallaði um viðbrögð við fjármálaáfalli. fréttablaðið/gva Boðleiðum milli embættis- og stjórnmálamanna var stórlega ábótavant og því skilaði viðleitni stjórnvalda til að búa sig undir efnahagsleg áföll sáralitlum árangri. Vantraust ríkti milli embættismanna fagráðuneyta. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagðist hafa verið búin að gleyma því að samráðshópur um fjármálastöðugleika og viðbrögð hefði verið starfandi um árabil þegar hún var innt eftir áliti um þá vinnu af rannsóknarnefnd Alþingis. Hópurinn hafði það hlutverk að samræma viðbrögð við hugsanlegum áföllum í fjármálakerfinu. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra vissu lítið sem ekkert um vinnu hópsins. Samráðshópurinn var skipaður með samkomulagi forsætis-, fjármála- og viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins (FME) og Seðlabankans í febrúar 2006 en vinnan hafði hafist tveimur árum fyrr. Þá voru stjórnvöldum kynntar viðlagaáætlanir sem gerðar höfðu verið hjá FME og Seðlabanka Íslands og tóku mið af sambærilegum erlendum áætlunum. Ingibjörg segir að aldrei hafi borist á borð ríkisstjórnarinnar neitt af vinnu hópsins: …hvorki minnisblað, tillögur, greining eða eitt eða neitt.“ Í drögum að fundargerð samráðshópsins í janúar 2008 kemur fram að Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri taldi á þeim tímapunkti að fjármálaáfall væri ekki lengur fjarstæður möguleiki. Vinnuhópur um siðferði og starfshætti telur athugasemd Ingibjargar um vinnu hópsins athyglisverða og segja mikið um boðskiptavanda innan stjórnkerfisins. Hún segir að frá vinnuhópum sem þessum berist yfirleitt aldrei neitt. Menn líti svo að „þetta sé vettvangur til að tala saman og svo fer bara hver til síns heima og það er eins og enginn líti á það sem sína skyldu að gera eitthvað með það sem þarna á sér stað“. Aðspurðir um störf samráðshópsins segja Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, að þeir hafi lítið eða ekkert heyrt af vinnu hópsins. Tiltekið er að Árni vissi til dæmis ekki af skjalinu „Aðkallandi ákvarðanataka stjórnvalda vegna hættu á fjármálaáfalli.“ Í skjalinu, sem lagt var fram í samráðshópnum 7. júlí 2008, segir meðal annars: „Stjórnvöld þurfa á næstu vikum að marka stefnuna í grundvallaratriðum, það er hvaða meginleið á að fara ef til fjármálaáfalls kemur. Eftir því sem lengur dregst að marka stefnuna er hættara við því að trúverðugleiki minnki, úrræðum fækki og kostnaður stjórnvalda og þjóðarbúsins aukist.“ svavar@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Boðleiðum milli embættis- og stjórnmálamanna var stórlega ábótavant og því skilaði viðleitni stjórnvalda til að búa sig undir efnahagsleg áföll sáralitlum árangri. Vantraust ríkti milli embættismanna fagráðuneyta. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagðist hafa verið búin að gleyma því að samráðshópur um fjármálastöðugleika og viðbrögð hefði verið starfandi um árabil þegar hún var innt eftir áliti um þá vinnu af rannsóknarnefnd Alþingis. Hópurinn hafði það hlutverk að samræma viðbrögð við hugsanlegum áföllum í fjármálakerfinu. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra vissu lítið sem ekkert um vinnu hópsins. Samráðshópurinn var skipaður með samkomulagi forsætis-, fjármála- og viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins (FME) og Seðlabankans í febrúar 2006 en vinnan hafði hafist tveimur árum fyrr. Þá voru stjórnvöldum kynntar viðlagaáætlanir sem gerðar höfðu verið hjá FME og Seðlabanka Íslands og tóku mið af sambærilegum erlendum áætlunum. Ingibjörg segir að aldrei hafi borist á borð ríkisstjórnarinnar neitt af vinnu hópsins: …hvorki minnisblað, tillögur, greining eða eitt eða neitt.“ Í drögum að fundargerð samráðshópsins í janúar 2008 kemur fram að Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri taldi á þeim tímapunkti að fjármálaáfall væri ekki lengur fjarstæður möguleiki. Vinnuhópur um siðferði og starfshætti telur athugasemd Ingibjargar um vinnu hópsins athyglisverða og segja mikið um boðskiptavanda innan stjórnkerfisins. Hún segir að frá vinnuhópum sem þessum berist yfirleitt aldrei neitt. Menn líti svo að „þetta sé vettvangur til að tala saman og svo fer bara hver til síns heima og það er eins og enginn líti á það sem sína skyldu að gera eitthvað með það sem þarna á sér stað“. Aðspurðir um störf samráðshópsins segja Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, að þeir hafi lítið eða ekkert heyrt af vinnu hópsins. Tiltekið er að Árni vissi til dæmis ekki af skjalinu „Aðkallandi ákvarðanataka stjórnvalda vegna hættu á fjármálaáfalli.“ Í skjalinu, sem lagt var fram í samráðshópnum 7. júlí 2008, segir meðal annars: „Stjórnvöld þurfa á næstu vikum að marka stefnuna í grundvallaratriðum, það er hvaða meginleið á að fara ef til fjármálaáfalls kemur. Eftir því sem lengur dregst að marka stefnuna er hættara við því að trúverðugleiki minnki, úrræðum fækki og kostnaður stjórnvalda og þjóðarbúsins aukist.“ svavar@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira