Alonso: Mikilvægt að ná á verðlaunapall 23. september 2010 15:09 Fernando Alonso hjá Ferrari er í Singapúr, en fyrstu æfingar keppnisliða eru á morgun. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari telur að mikilvægt verði í lokamótunum fimm í Formúlu 1, að komast á verðlaunapall. Hann hefur tvívegis orðið heimsmeistari með Renault, en er í þriðja sæti í stigamótinu á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton. Alonso vann síðustu keppni sem var á Ítalíu, en keppir í Singapúr um helgina í flóðlýstu móti. "Sá ökumaður sem kemst á verðlaunapall í mótunum fimm verður nærri því að landa titlinum. Þolgæði hafa ekki verið styrkleiki keppenda í ár. Öllum hefur gengið misvel", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag. Hann ræddi við fréttamenn á brautinni í Singapúr. "Við þurfum að standa okkur vel og ef einhver fellur úr leik, þá getur hann kvatt möguleika á titlinum. Það eru svo fá mót eftir. Fimm sinnum á verðlaunapalli væri góður árangur í mínum augum." Webber er fimm stigum á undan Lewis Hamilton í stigamótinu, en Alonso 19 á eftir Webber. Fyrir aftan Alonso er Jenson Button, einu stigi á eftir og Sebastian Vettel er tveimur á eftir Alonso. "Eftir sigurinn á Monza, þá verður mikilvægt að halda slagkraftinum og það væri gott að ná árangri hérna á ný í þessu mikilvæga móti", sagði Alonso. Hann vann fyrstu keppnina í Singapúr árið 2008 með Renault, en Hamilton vann í fyrra á McLaren. Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari telur að mikilvægt verði í lokamótunum fimm í Formúlu 1, að komast á verðlaunapall. Hann hefur tvívegis orðið heimsmeistari með Renault, en er í þriðja sæti í stigamótinu á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton. Alonso vann síðustu keppni sem var á Ítalíu, en keppir í Singapúr um helgina í flóðlýstu móti. "Sá ökumaður sem kemst á verðlaunapall í mótunum fimm verður nærri því að landa titlinum. Þolgæði hafa ekki verið styrkleiki keppenda í ár. Öllum hefur gengið misvel", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag. Hann ræddi við fréttamenn á brautinni í Singapúr. "Við þurfum að standa okkur vel og ef einhver fellur úr leik, þá getur hann kvatt möguleika á titlinum. Það eru svo fá mót eftir. Fimm sinnum á verðlaunapalli væri góður árangur í mínum augum." Webber er fimm stigum á undan Lewis Hamilton í stigamótinu, en Alonso 19 á eftir Webber. Fyrir aftan Alonso er Jenson Button, einu stigi á eftir og Sebastian Vettel er tveimur á eftir Alonso. "Eftir sigurinn á Monza, þá verður mikilvægt að halda slagkraftinum og það væri gott að ná árangri hérna á ný í þessu mikilvæga móti", sagði Alonso. Hann vann fyrstu keppnina í Singapúr árið 2008 með Renault, en Hamilton vann í fyrra á McLaren.
Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira