Buddy Holly í Austurbæ Kjartan Guðmundsson skrifar 15. október 2010 07:00 Frábær tónlist Buddys Holly hljómar einkar vel í Austurbæ. Mikið mæðir á Ingó í titilhlutverkinu. Leikhús *** Buddy Holly Söngleikurinn Leikstjóri: Gunnar Helgason Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson Aðalhlutverk: Ingólfur Þórarinsson, Felix Bergsson, Jóhann G. Jóhannsson, Björgvin Franz Gíslason og fleiri. Beint frá Lubbock, Texas Þeim sem hafa í hyggju að skemmta sér á söngleiknum um Buddy Holly, sem frumsýndur var í nýendurbættu Austurbæjarbíói á fimmtudagskvöld, er ráðlagt að hafa í huga að hér er fráleitt á ferð forvitnileg innsýn í líf eins áhrifamesta popptónlistarmanns sögunnar og samferðafólks hans; persónusköpun er nánast engin. Því síður er um að ræða forvitnilegt yfirlit yfir sokkabandsár rokksins, því sögulegri nákvæmni er heldur ekki fyrir að fara í sýningunni. Raunar byggja öll samtöl öðru fremur á einfeldningslegu gríni (kandíflossið sem boðið var upp á í sjoppunni er líklega ágætis vísbending um raunverulegan markhóp söngleiksins) sem náði sér nokkuð á strik eftir hlé en féll ítrekað kylliflatt framan af, þrátt fyrir venjubundinn góðvilja frumsýningargesta. Bæði lærðir og leikir spreyta sig á leiklistinni og er frammistaðan misjöfn eftir því. Sumir eru fínir meðan aðrir jaðra við að vera pínlega slakir. Vafalaust má skrifa ýmislegt á frumsýningarsviðsskrekk hjá þeim síðarnefndu og sýningin mun óhjákvæmilega slípast til. En góðu heilli eru leikatriðin stutt, þjóna einungis því hlutverki að ramma inn tónlistarsenurnar, og er yfir fáu að kvarta í þeim efnum. Stórkostlegur efniviðurinn hljómar einkar vel í Austurbæ og hljómsveitin fer á kostum. Mikið mæðir á Ingó í titilhlutverkinu og kemst hann vel frá því sönglega séð, utan lagsins True Love Ways (Mín ást er sönn í látlausri þýðingu Davíðs Þórs Jónssonar), sem popparinn flutti reyndar í miðju hóstakasti sem hann glímdi við um hríð eftir hlé. Þá er vert að minnast á þátt Sigurjóns Brink sem hélt sig baksviðs lengi vel en átti kómíska innkomu í lokin sem Ritchie Valens. Engu skiptir þótt Sigurjón hafi í raun verið mun líkari Ricky Martin en Valens, Felix Bergsson vanti smá hár og þó nokkur kíló upp í Big Bopper og Ingó einhverja sentimetra í Buddy. Mest er um vert að allir standa þeir sig vel í söngnum, eins og raunar flestir aðrir. Þessi söngleikur mun svínvirka þegar rútufyllin af börnum og unglingum og miðnætursýningar með tilheyrandi stuði detta inn. Þá munu unglingsstúlkur á öllum aldri halda áfram að flykkjast inn á vefsíðuna Ingó.is. Og verða mögulega fyrir vonbrigðum þegar þær uppgötva að þar er á ferð heimasíða Ingólfs Margeirssonar. Niðurstaða: Frábær músík en brokkgengt grín inni á milli. Ingó kemst vel frá sínu hlutverki, sérstaklega söngnum. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Leikhús *** Buddy Holly Söngleikurinn Leikstjóri: Gunnar Helgason Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson Aðalhlutverk: Ingólfur Þórarinsson, Felix Bergsson, Jóhann G. Jóhannsson, Björgvin Franz Gíslason og fleiri. Beint frá Lubbock, Texas Þeim sem hafa í hyggju að skemmta sér á söngleiknum um Buddy Holly, sem frumsýndur var í nýendurbættu Austurbæjarbíói á fimmtudagskvöld, er ráðlagt að hafa í huga að hér er fráleitt á ferð forvitnileg innsýn í líf eins áhrifamesta popptónlistarmanns sögunnar og samferðafólks hans; persónusköpun er nánast engin. Því síður er um að ræða forvitnilegt yfirlit yfir sokkabandsár rokksins, því sögulegri nákvæmni er heldur ekki fyrir að fara í sýningunni. Raunar byggja öll samtöl öðru fremur á einfeldningslegu gríni (kandíflossið sem boðið var upp á í sjoppunni er líklega ágætis vísbending um raunverulegan markhóp söngleiksins) sem náði sér nokkuð á strik eftir hlé en féll ítrekað kylliflatt framan af, þrátt fyrir venjubundinn góðvilja frumsýningargesta. Bæði lærðir og leikir spreyta sig á leiklistinni og er frammistaðan misjöfn eftir því. Sumir eru fínir meðan aðrir jaðra við að vera pínlega slakir. Vafalaust má skrifa ýmislegt á frumsýningarsviðsskrekk hjá þeim síðarnefndu og sýningin mun óhjákvæmilega slípast til. En góðu heilli eru leikatriðin stutt, þjóna einungis því hlutverki að ramma inn tónlistarsenurnar, og er yfir fáu að kvarta í þeim efnum. Stórkostlegur efniviðurinn hljómar einkar vel í Austurbæ og hljómsveitin fer á kostum. Mikið mæðir á Ingó í titilhlutverkinu og kemst hann vel frá því sönglega séð, utan lagsins True Love Ways (Mín ást er sönn í látlausri þýðingu Davíðs Þórs Jónssonar), sem popparinn flutti reyndar í miðju hóstakasti sem hann glímdi við um hríð eftir hlé. Þá er vert að minnast á þátt Sigurjóns Brink sem hélt sig baksviðs lengi vel en átti kómíska innkomu í lokin sem Ritchie Valens. Engu skiptir þótt Sigurjón hafi í raun verið mun líkari Ricky Martin en Valens, Felix Bergsson vanti smá hár og þó nokkur kíló upp í Big Bopper og Ingó einhverja sentimetra í Buddy. Mest er um vert að allir standa þeir sig vel í söngnum, eins og raunar flestir aðrir. Þessi söngleikur mun svínvirka þegar rútufyllin af börnum og unglingum og miðnætursýningar með tilheyrandi stuði detta inn. Þá munu unglingsstúlkur á öllum aldri halda áfram að flykkjast inn á vefsíðuna Ingó.is. Og verða mögulega fyrir vonbrigðum þegar þær uppgötva að þar er á ferð heimasíða Ingólfs Margeirssonar. Niðurstaða: Frábær músík en brokkgengt grín inni á milli. Ingó kemst vel frá sínu hlutverki, sérstaklega söngnum.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira