Íslenska 17 ára landsliðið er að gera frábæra hluti í undankeppni EM í Búlgaríu en liðið fylgdi eftir 14-0 sigri á Litháen á mánudaginn með því að vinna 10-0 sigur á heimastúlkum í Búlgaríu í dag.
Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladottir kom inn af bekknum og skoraði þrennu í seinni hálfleik en þær Aldís Kara Lúðvíksdóttir og Hildur Antonsdóttir voru báðar með tvennu í leiknum.
Hin þrjú mörk íslenska liðsins skoruðu síðan þær Eva Núra Abrahamsdóttir, Telma Þrastardóttir og Lára Einarsdóttir.
Lokaleikur íslenska liðsins er á móti Ítalíu á laugardaginn en ítalska liðið vann 4-0 sigur á Búlgaríu og 7-0 sigur á Litháen.
Þjálfari stelpnanna er Þorlákur Árnason.