Heimdallur gefur út ákærur á hendur Steingrími J. Sigfússyni 28. september 2010 20:41 Heimdallur. Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur gefið út ákæru á hendur Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, vegna framgöngu hans í Icesave-málinu samkvæmt tilkynningu sem Heimdallur sendi frá sér nú í kvöld. Þar segir að Steingrímur hafi oftar en einu sinni sýnt það í orði og verki að hugur hans í málinu stendur ekki til þess að gæta hagsmuna Íslendinga, heldur hefur hann þvert á móti gerst sekur um að halda uppi málstað Breta og Hollendinga gegn íslensku þjóðinni. Heimdallur telur að tilgangurinn með ákærunni sé að vekja athygli á þeim skrípaleik sem átt hefur sér stað á Alþingi undanfarna daga sem endaði með því að Alþingi samþykkti ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Svo segir í tilkynningu Heimdallar að þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með ákærum á hendur fyrrverandi ráðherrum virðast margir vera þeirrar skoðunar að leiði stjórnmálastefna einstakra ráðherra til ófara fyrir þjóðina beri að ákæra viðkomandi. „Ef þetta er sá háttur mála sem á að viðgangast hér eftir liggur beint við að höfðað verði mál á hendur Steingrími J. Sigfússyni, enda mun ríkari ástæður til ákæru á hendur honum, en ráðherrum í seinna ráðuneyti Geirs H. Haarde," segir í tilkynningu Heimdallar. Svo segir orðrétt: „Hvorki Geir H. Haarde né aðrir ráðherrar í ríkisstjórn hans gengu með ásetningi gegn hagsmunum þjóðarinnar. Hins vegar má færa fyrir því þung rök að hið gagnstæða eigi við um háttsemi Steingríms J. Sigfússonar í Icesave-málinu þegar efnisatriði þess máls eru krufin til mergjar. Nánari útlistun á þeirri háttsemi má finna í meðfylgjandi ákæru. Í næstu viku mun Heimdallur standa fyrir málfundi þar sem rætt verður um hvort Alþingi beri að höfða mál á hendur Steingrími J. Sigfússyni fyrir Landsdómi vegna Icesave-málsins. Yfirskrift fundarins verður „Við munum borga" en þar er vísað til ummæla Steingríms í hollenskum fjölmiðlum á dögunum þegar hann tjáði þeim að Íslendingar myndu greiða skuldir einkabanka. Það gerði hann jafnvel þótt að allt bendi til þess að Ísland sé ekki skuldbundið til þess. Steingrímur hefur gengið gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar og fyrir það gætu núlifandi kynslóðir Íslendinga og afkomendur þeirra þurft að borga um ókomna tíð." Landsdómur Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur gefið út ákæru á hendur Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, vegna framgöngu hans í Icesave-málinu samkvæmt tilkynningu sem Heimdallur sendi frá sér nú í kvöld. Þar segir að Steingrímur hafi oftar en einu sinni sýnt það í orði og verki að hugur hans í málinu stendur ekki til þess að gæta hagsmuna Íslendinga, heldur hefur hann þvert á móti gerst sekur um að halda uppi málstað Breta og Hollendinga gegn íslensku þjóðinni. Heimdallur telur að tilgangurinn með ákærunni sé að vekja athygli á þeim skrípaleik sem átt hefur sér stað á Alþingi undanfarna daga sem endaði með því að Alþingi samþykkti ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Svo segir í tilkynningu Heimdallar að þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með ákærum á hendur fyrrverandi ráðherrum virðast margir vera þeirrar skoðunar að leiði stjórnmálastefna einstakra ráðherra til ófara fyrir þjóðina beri að ákæra viðkomandi. „Ef þetta er sá háttur mála sem á að viðgangast hér eftir liggur beint við að höfðað verði mál á hendur Steingrími J. Sigfússyni, enda mun ríkari ástæður til ákæru á hendur honum, en ráðherrum í seinna ráðuneyti Geirs H. Haarde," segir í tilkynningu Heimdallar. Svo segir orðrétt: „Hvorki Geir H. Haarde né aðrir ráðherrar í ríkisstjórn hans gengu með ásetningi gegn hagsmunum þjóðarinnar. Hins vegar má færa fyrir því þung rök að hið gagnstæða eigi við um háttsemi Steingríms J. Sigfússonar í Icesave-málinu þegar efnisatriði þess máls eru krufin til mergjar. Nánari útlistun á þeirri háttsemi má finna í meðfylgjandi ákæru. Í næstu viku mun Heimdallur standa fyrir málfundi þar sem rætt verður um hvort Alþingi beri að höfða mál á hendur Steingrími J. Sigfússyni fyrir Landsdómi vegna Icesave-málsins. Yfirskrift fundarins verður „Við munum borga" en þar er vísað til ummæla Steingríms í hollenskum fjölmiðlum á dögunum þegar hann tjáði þeim að Íslendingar myndu greiða skuldir einkabanka. Það gerði hann jafnvel þótt að allt bendi til þess að Ísland sé ekki skuldbundið til þess. Steingrímur hefur gengið gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar og fyrir það gætu núlifandi kynslóðir Íslendinga og afkomendur þeirra þurft að borga um ókomna tíð."
Landsdómur Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira