Heimdallur gefur út ákærur á hendur Steingrími J. Sigfússyni 28. september 2010 20:41 Heimdallur. Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur gefið út ákæru á hendur Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, vegna framgöngu hans í Icesave-málinu samkvæmt tilkynningu sem Heimdallur sendi frá sér nú í kvöld. Þar segir að Steingrímur hafi oftar en einu sinni sýnt það í orði og verki að hugur hans í málinu stendur ekki til þess að gæta hagsmuna Íslendinga, heldur hefur hann þvert á móti gerst sekur um að halda uppi málstað Breta og Hollendinga gegn íslensku þjóðinni. Heimdallur telur að tilgangurinn með ákærunni sé að vekja athygli á þeim skrípaleik sem átt hefur sér stað á Alþingi undanfarna daga sem endaði með því að Alþingi samþykkti ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Svo segir í tilkynningu Heimdallar að þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með ákærum á hendur fyrrverandi ráðherrum virðast margir vera þeirrar skoðunar að leiði stjórnmálastefna einstakra ráðherra til ófara fyrir þjóðina beri að ákæra viðkomandi. „Ef þetta er sá háttur mála sem á að viðgangast hér eftir liggur beint við að höfðað verði mál á hendur Steingrími J. Sigfússyni, enda mun ríkari ástæður til ákæru á hendur honum, en ráðherrum í seinna ráðuneyti Geirs H. Haarde," segir í tilkynningu Heimdallar. Svo segir orðrétt: „Hvorki Geir H. Haarde né aðrir ráðherrar í ríkisstjórn hans gengu með ásetningi gegn hagsmunum þjóðarinnar. Hins vegar má færa fyrir því þung rök að hið gagnstæða eigi við um háttsemi Steingríms J. Sigfússonar í Icesave-málinu þegar efnisatriði þess máls eru krufin til mergjar. Nánari útlistun á þeirri háttsemi má finna í meðfylgjandi ákæru. Í næstu viku mun Heimdallur standa fyrir málfundi þar sem rætt verður um hvort Alþingi beri að höfða mál á hendur Steingrími J. Sigfússyni fyrir Landsdómi vegna Icesave-málsins. Yfirskrift fundarins verður „Við munum borga" en þar er vísað til ummæla Steingríms í hollenskum fjölmiðlum á dögunum þegar hann tjáði þeim að Íslendingar myndu greiða skuldir einkabanka. Það gerði hann jafnvel þótt að allt bendi til þess að Ísland sé ekki skuldbundið til þess. Steingrímur hefur gengið gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar og fyrir það gætu núlifandi kynslóðir Íslendinga og afkomendur þeirra þurft að borga um ókomna tíð." Landsdómur Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur gefið út ákæru á hendur Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, vegna framgöngu hans í Icesave-málinu samkvæmt tilkynningu sem Heimdallur sendi frá sér nú í kvöld. Þar segir að Steingrímur hafi oftar en einu sinni sýnt það í orði og verki að hugur hans í málinu stendur ekki til þess að gæta hagsmuna Íslendinga, heldur hefur hann þvert á móti gerst sekur um að halda uppi málstað Breta og Hollendinga gegn íslensku þjóðinni. Heimdallur telur að tilgangurinn með ákærunni sé að vekja athygli á þeim skrípaleik sem átt hefur sér stað á Alþingi undanfarna daga sem endaði með því að Alþingi samþykkti ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Svo segir í tilkynningu Heimdallar að þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með ákærum á hendur fyrrverandi ráðherrum virðast margir vera þeirrar skoðunar að leiði stjórnmálastefna einstakra ráðherra til ófara fyrir þjóðina beri að ákæra viðkomandi. „Ef þetta er sá háttur mála sem á að viðgangast hér eftir liggur beint við að höfðað verði mál á hendur Steingrími J. Sigfússyni, enda mun ríkari ástæður til ákæru á hendur honum, en ráðherrum í seinna ráðuneyti Geirs H. Haarde," segir í tilkynningu Heimdallar. Svo segir orðrétt: „Hvorki Geir H. Haarde né aðrir ráðherrar í ríkisstjórn hans gengu með ásetningi gegn hagsmunum þjóðarinnar. Hins vegar má færa fyrir því þung rök að hið gagnstæða eigi við um háttsemi Steingríms J. Sigfússonar í Icesave-málinu þegar efnisatriði þess máls eru krufin til mergjar. Nánari útlistun á þeirri háttsemi má finna í meðfylgjandi ákæru. Í næstu viku mun Heimdallur standa fyrir málfundi þar sem rætt verður um hvort Alþingi beri að höfða mál á hendur Steingrími J. Sigfússyni fyrir Landsdómi vegna Icesave-málsins. Yfirskrift fundarins verður „Við munum borga" en þar er vísað til ummæla Steingríms í hollenskum fjölmiðlum á dögunum þegar hann tjáði þeim að Íslendingar myndu greiða skuldir einkabanka. Það gerði hann jafnvel þótt að allt bendi til þess að Ísland sé ekki skuldbundið til þess. Steingrímur hefur gengið gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar og fyrir það gætu núlifandi kynslóðir Íslendinga og afkomendur þeirra þurft að borga um ókomna tíð."
Landsdómur Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira