Hörður Hreiðarsson átti stórleik fyrir Val í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta í kvöld þegar Valsmenn unnu 84-77 sigur á Skallagrími í oddaleik um sæti í úrslitaeinvíginu á móti Haukum.
Valur og Haukar spila til úrslita um hvort liðið fylgir KFÍ upp í Iceland Express deild karla en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki fer upp.
Hörður Hreiðarsson var með 33 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar í kvöld en Valsmenn lögðu grunninn að sigrinum með frábærum fjórða leikhluta sem liðið vann 28-18.
Sigurður Friðrik Gunnarsson var með 21 stig og 10 fráköst hjá val og Byron Davis náð þrefaldri tvennu, var með 12 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar.
Silver Laku skoraði 24 stig fyrir Skallagrím og Hafþór Ingi Gunnarsson var með 22 stig.