Landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson var í banastuði með Stabæk í kvöld er liðið lagði Molde, 4-3, í fjörugum leik.
Veigar skoraði þrennu í leiknum en mörkin hans voru þrjú fyrstu mörk Stabæk í leiknum.
Leikmenn Molde lentu 4-1 undir en gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í 4-3 er fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Þrátt fyrir fína tilburði tókst þeim ekki að jafna leikinn.
Bjarni Ólafur Eiríksson var einnig í byrjunarliði Stabæk en Pálmi Rafn Pálmason byrjaði á bekknum en spilaði síðasta hálftímann.