Samræða eða slagorðakeppni? Salvör Nordal skrifar 4. desember 2010 05:00 Hinu þjóðkjörna stjórnlagaþingi er ætlað að skila tímabærri endurskoðun á stjórnarskránni. Tækifærið er einstakt og breið samstaða þingheims um niðurstöður og tillögur að breytingum er forsenda árangurs. Um leið og almenn þrá er eftir að heyra og sjá siðmenntað samtal velmeinandi fólks um framfarir og umbætur samfélagsins hafa sumir íslenskir fjölmiðlar og hagsmunaaðilar reyndar líka, staðið fyrir ítrekuðum skoðanakönnunum meðal frambjóðenda og nú einnig nýkjörinna þingmanna stjórnlagaþings áður en sjálft þingið er komið saman. Núna þjóna slíkar kannanir engum tilgangi nema að búa til fréttir og skerpa ágreining. Spurningar eru ofureinföldun flókinna mála og grundvallarefni þannig leidd fram í opinbera umræðu eins og svörin séu einungis já eða nei og bara tvær hliðar á hverju máli. Að mínu mati er ekki hægt að svara slíkum grundvallar spurningum með einföldu jái eða nei - eða að segja hvort maður sé mjög hlynntur eða andvígur slíkum tillögum og því gefa svörin enga raunverulega mynd af skoðunum þeirra sem svara. Til dæmis er spurt hvort viðkomandi sé hlynntur eða andvígur því að þjóðaratkvæðagreiðslu sé beitt í auknum mæli til að ná niðurstöðu um mikilvæg mál. Auðvelt er að segja sig hlynntan slíku ákvæði þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur hafa varla verið haldnar um mikilvæg mál á síðustu áratugum hér á landi, en það segir út af fyrir sig ekkert um það hvaða afstöðu viðkomandi myndi taka til tiltekins ákvæðis um þetta efni. Fyrst er að skilgreina hvaða mál teldust til mikilvægra mála, hver ætti að geta farið fram á þjóðaratkvæði, þ.e. forseti, ákveðinn fjöldi þingmanna eða hluti kjósenda, svo dæmi séu nefnd. Um þetta snýst vandinn ekki síður en það hvort auka eigi möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslum. Þá hlýtur að skipta máli samspil slíks ákvæðis með öðru í stjórnarskránni. Með því að spyrja um flókin mál með þessum hætti er verið að einfalda gróflega þær grundvallar spurningar sem stjórnlagaþing þarf að fjalla um og slík framsetning er ekki til þess fallin að efla skynsamlega umræðu um þau vandasömu verkefni sem stjórnlagaþings bíður. Fjölmiðlar halda þannig óspart áfram að ala á vondri umræðumenningu og klappa upp karp. Með stjórnlagaþingi er eðli máls samkvæmt stefnt til samræðu fulltrùanna um flókin úrlausnarefni. Til slíkrar samræðu hlýtur hver að ganga af opnum hug, meðvitaður um að á hverju máli eru margar hliðar. Mestu skiptir að í samræðunni setji þingmenn fram sín sjónarmið, hlusti á mótrök og lúti bestri skynsamlegu niðurstöðu. Til að svo megi verða skiptir máli að fjölmiðlar leggi sitt lóð á vogarskálarnar í stað þess skipa fólki í lið í anda pólitísks hanaslags. Krafa og þràspurningar um fyrirfram afstöðu til einfaldaðra spurninga um grunnskipan samfélagsins greiðir hvorki fyrir frelsi til ígrundunar, skoðanaskipta og samvinnu á þinginu né fyrir upplýstri og nærandi umræðu í íslensku samfélagi um störf þingsins - sem er þó það sem óskir almennings eru um og Ísland skortir svo sárlega á okkar tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Mest lesið Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Sjá meira
Hinu þjóðkjörna stjórnlagaþingi er ætlað að skila tímabærri endurskoðun á stjórnarskránni. Tækifærið er einstakt og breið samstaða þingheims um niðurstöður og tillögur að breytingum er forsenda árangurs. Um leið og almenn þrá er eftir að heyra og sjá siðmenntað samtal velmeinandi fólks um framfarir og umbætur samfélagsins hafa sumir íslenskir fjölmiðlar og hagsmunaaðilar reyndar líka, staðið fyrir ítrekuðum skoðanakönnunum meðal frambjóðenda og nú einnig nýkjörinna þingmanna stjórnlagaþings áður en sjálft þingið er komið saman. Núna þjóna slíkar kannanir engum tilgangi nema að búa til fréttir og skerpa ágreining. Spurningar eru ofureinföldun flókinna mála og grundvallarefni þannig leidd fram í opinbera umræðu eins og svörin séu einungis já eða nei og bara tvær hliðar á hverju máli. Að mínu mati er ekki hægt að svara slíkum grundvallar spurningum með einföldu jái eða nei - eða að segja hvort maður sé mjög hlynntur eða andvígur slíkum tillögum og því gefa svörin enga raunverulega mynd af skoðunum þeirra sem svara. Til dæmis er spurt hvort viðkomandi sé hlynntur eða andvígur því að þjóðaratkvæðagreiðslu sé beitt í auknum mæli til að ná niðurstöðu um mikilvæg mál. Auðvelt er að segja sig hlynntan slíku ákvæði þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur hafa varla verið haldnar um mikilvæg mál á síðustu áratugum hér á landi, en það segir út af fyrir sig ekkert um það hvaða afstöðu viðkomandi myndi taka til tiltekins ákvæðis um þetta efni. Fyrst er að skilgreina hvaða mál teldust til mikilvægra mála, hver ætti að geta farið fram á þjóðaratkvæði, þ.e. forseti, ákveðinn fjöldi þingmanna eða hluti kjósenda, svo dæmi séu nefnd. Um þetta snýst vandinn ekki síður en það hvort auka eigi möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslum. Þá hlýtur að skipta máli samspil slíks ákvæðis með öðru í stjórnarskránni. Með því að spyrja um flókin mál með þessum hætti er verið að einfalda gróflega þær grundvallar spurningar sem stjórnlagaþing þarf að fjalla um og slík framsetning er ekki til þess fallin að efla skynsamlega umræðu um þau vandasömu verkefni sem stjórnlagaþings bíður. Fjölmiðlar halda þannig óspart áfram að ala á vondri umræðumenningu og klappa upp karp. Með stjórnlagaþingi er eðli máls samkvæmt stefnt til samræðu fulltrùanna um flókin úrlausnarefni. Til slíkrar samræðu hlýtur hver að ganga af opnum hug, meðvitaður um að á hverju máli eru margar hliðar. Mestu skiptir að í samræðunni setji þingmenn fram sín sjónarmið, hlusti á mótrök og lúti bestri skynsamlegu niðurstöðu. Til að svo megi verða skiptir máli að fjölmiðlar leggi sitt lóð á vogarskálarnar í stað þess skipa fólki í lið í anda pólitísks hanaslags. Krafa og þràspurningar um fyrirfram afstöðu til einfaldaðra spurninga um grunnskipan samfélagsins greiðir hvorki fyrir frelsi til ígrundunar, skoðanaskipta og samvinnu á þinginu né fyrir upplýstri og nærandi umræðu í íslensku samfélagi um störf þingsins - sem er þó það sem óskir almennings eru um og Ísland skortir svo sárlega á okkar tíma.
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun