Sebastian Vettel og Mark Webber tryggðu Red Bull tvo fremstu staðina á ráslínu á Sjanghæ brautinni í Kína í morgun, þegar tímataka fyrir kappaksturinn á sunnudag fór fram.
Það er í annað sinn í fjórum mótum sem liðið nær þessum árangri og Vettel vann það afrek að vera fremstur í þriðja skipti í mótunum fjórum. Sá við Webber og varð liðlega 0.2 sekúndum á undan.
Vettel vann síðustu keppni og leiddi tvö fyrstu mótin áður bilaði hjá honum og styrkur hans sem ökumanns er greinilega í hármarki þessa dagana.
Fernando Alonso náði þriðja besta tíma á Ferrari bílnum, 0.1 á eftir Webber, en Nico Rosberg gerði enn betur en Michael Schumacher hjá Mercedes og náði fjórða besta tíma. Schumacher náði níunda sæti, en samstarf þeirra félaga hefur verið með afbrigðum gott, þótt yngri ökumaðurinn hafi séð við reynsluboltanum til þeess og ókrýndum konungi Formúlu 1.
Jenson Button og Lewis Hamilton á McLaren náði fimmta og sjötta sæti, en Felipe Massa á Ferrari, forystumaður stigamótsins fylgdi þeim fast eftir. Robert Kubica á Renault kom næstur, þá Schumacher og lokasætið í 10 manna úrslitum og á ráslínunni fyllti Adrian Sutil á Force India.
Lokastaðan í lokaumferð tímatökunnar
1 S. Vettel Red Bull 1:34.558
2 M. Webber Red Bull 1:34.806
3 F. Alonso Ferrari 1:34.913
4 N. Rosberg Mercedes Grand Prix 1:34.923
5 J. Button McLaren 1:34.979
6 L. Hamilton McLaren 1:35.034
7 F. Massa Ferrari 1:35.180
8 R. Kubica Renault 1:35.364
9 M. Schumacher Mercedes Grand Prix 1:35.646
10 A. Sutil Force India F1 1:35.963
Úr leik t í annarri umferð
11 R. Barrichello Williams 1:35.748
12 J. Alguersuari Scuderia Toro Rosso 1:36.047
13 S. Buemi Scuderia Toro Rosso 1:36.149
14 V. Petrov Renault 1:36.311
15 K. Kobayashi Sauber 1:36.422
16 N. Hulkenberg Williams 1:36.647
17 P. de la Rosa Sauber 1:37.020
Úr leik í þriðju umferð
18 V. Liuzzi Force India F1 1:37.161
19 T. Glock Virgin Racing 1:39.278
20 J. Trulli Lotus F1 1:39.399
21 H. Kovalainen Lotus F1 1:39.520
22 L. Di Grassi Virgin Racing 1:39.783