Schumacher og Mercedes vex ásmeginn 27. október 2010 15:13 Michael Schumacher hefur þótt snjall í rigningu og náði fjórða sæti á Mercedes í Suður Kóreu á sunnudaginn. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Ross Brawn, yfirmaður Mercedes Formúlu 1 liðsins telur að liði síni hafið vaxið ásmeginn að undanförnu, en Michael Schumacher náði fjórða sæti í tilþrifamikilli keppni í Suður Kóreu á sunnudaginn. Nico Rosberg, liðsfélagi Schumachers féll úr leik eftir að Mark Webber ók í veg fyrir hann eftir óhapp. Webber var í öðru sæti þegar bíll hans rakst á varnargirðingu, eftir að hafa snúist á kanti. Schumacher lauk keppni í sjötta sæti í mótinu á undan í Japan og varð fjórði í Suður Kóreu í mikilli rigningarkeppni á eftir Fernando Alonso á Ferrari, Lewis Hamilton á McLaren og Felipe Massa á Ferrari. "Við erum á réttri leið, en þetta hefur tekið okkur lengri tíma en við áttum von á, en við erum alltaf að sjá framfaraskref og raða þessu saman fyrir næsta tímabil", sagði Brawn í frétt á autosport.com. Merecedes menn ákváðu að leggja meiri áherslu á bíl næsta árs, eftir að ljóst var að 2010 bíllinn stóðst ekki samanburð á við liðin í toppslagnum. Brawn segir að liðið sé núna að skilja betur hvaða bíl það er með í höndunum í dag og það skili betri árangri og menn séu að læra tökin á tækninni. Brawn varð meistari í fyrra með eigið lið, sem hann seldi síðan til Mercedes. Brawn telur að Rosberg hefði getað náð öðru sæti í Suður Kóreu, ef Webber hefði ekki lent á varnarvegg, en bíll hans rann síðan í veg fyrir Rosberg. Nokkuð sem Rosberg hefur gangrýnt og taldi hann að Webber hefði átt að stöðva bílinn, en hann var að reyna að halda áfram. Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ross Brawn, yfirmaður Mercedes Formúlu 1 liðsins telur að liði síni hafið vaxið ásmeginn að undanförnu, en Michael Schumacher náði fjórða sæti í tilþrifamikilli keppni í Suður Kóreu á sunnudaginn. Nico Rosberg, liðsfélagi Schumachers féll úr leik eftir að Mark Webber ók í veg fyrir hann eftir óhapp. Webber var í öðru sæti þegar bíll hans rakst á varnargirðingu, eftir að hafa snúist á kanti. Schumacher lauk keppni í sjötta sæti í mótinu á undan í Japan og varð fjórði í Suður Kóreu í mikilli rigningarkeppni á eftir Fernando Alonso á Ferrari, Lewis Hamilton á McLaren og Felipe Massa á Ferrari. "Við erum á réttri leið, en þetta hefur tekið okkur lengri tíma en við áttum von á, en við erum alltaf að sjá framfaraskref og raða þessu saman fyrir næsta tímabil", sagði Brawn í frétt á autosport.com. Merecedes menn ákváðu að leggja meiri áherslu á bíl næsta árs, eftir að ljóst var að 2010 bíllinn stóðst ekki samanburð á við liðin í toppslagnum. Brawn segir að liðið sé núna að skilja betur hvaða bíl það er með í höndunum í dag og það skili betri árangri og menn séu að læra tökin á tækninni. Brawn varð meistari í fyrra með eigið lið, sem hann seldi síðan til Mercedes. Brawn telur að Rosberg hefði getað náð öðru sæti í Suður Kóreu, ef Webber hefði ekki lent á varnarvegg, en bíll hans rann síðan í veg fyrir Rosberg. Nokkuð sem Rosberg hefur gangrýnt og taldi hann að Webber hefði átt að stöðva bílinn, en hann var að reyna að halda áfram.
Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira