Webber ánægður með klókindi aðstoðarmanns 3. apríl 2010 17:32 Fremstu menn á ráslínu í Malasíu. Nico Rosberg, Mark Webber og Sebastian Vettel. Mynd: Getty Images Mark Webber og Ciaron tæknilegur aðstoðarmaður hans voru að vonum ánægðir með besta tíma í tímatökum í dag, en klókindi þeirra sameiginlega urðu til þess að Webber var einn manna á milligerð af regndekkjum í lokaumferðinni. Þau gáfu meira grip þrátt fyrir mikla vosbúð þegar mest reið á og var mikil áhætt að grípa til þessara dekkja, enda voru allir aðrir í lokaumferðinni á grófari regndekkjum. "Ég vissi ekki hvort fleiri voru á samskonar dekkjum, hvort ég var svarti sauðurinn eður ei. Það spýttist úr skýjunum og það voru staðir þar sem þetta voru réttu dekkin til að vera á, en á öðrum stöðum var hætta á að missa bílinn útaf", sagði Webber á vefsíðu Autosport. Fremstu menn í stigamótinu féllu allir úr leik í fyrstu umferð og sátu eftir með sárt ennið, en Red Bull menn kræktu í fyrsta og þriðja sæti, því Sebastian Vettel varð þriðji, en Nico Rosberg á milli. "Ég ætla ekki að kast eggjum í neinn og það er auðvelt að klikka við svona aðstæður eins og sást með Lewis og báða Ferrari bílanna. Í annarri umferð þurfti kanó og stundum var ég á 40-50 km hraða. Þetta var mjög, mjög erfitt. Þegar rignir, þá rignir." "Við höfum ekki náð tilsettum árangri á árinu, en ætlum að gera okkar besta á sunnudag, en keppnin er löng og við gætum þess að fara ekki framúr okkur", sagði Webber. Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Mark Webber og Ciaron tæknilegur aðstoðarmaður hans voru að vonum ánægðir með besta tíma í tímatökum í dag, en klókindi þeirra sameiginlega urðu til þess að Webber var einn manna á milligerð af regndekkjum í lokaumferðinni. Þau gáfu meira grip þrátt fyrir mikla vosbúð þegar mest reið á og var mikil áhætt að grípa til þessara dekkja, enda voru allir aðrir í lokaumferðinni á grófari regndekkjum. "Ég vissi ekki hvort fleiri voru á samskonar dekkjum, hvort ég var svarti sauðurinn eður ei. Það spýttist úr skýjunum og það voru staðir þar sem þetta voru réttu dekkin til að vera á, en á öðrum stöðum var hætta á að missa bílinn útaf", sagði Webber á vefsíðu Autosport. Fremstu menn í stigamótinu féllu allir úr leik í fyrstu umferð og sátu eftir með sárt ennið, en Red Bull menn kræktu í fyrsta og þriðja sæti, því Sebastian Vettel varð þriðji, en Nico Rosberg á milli. "Ég ætla ekki að kast eggjum í neinn og það er auðvelt að klikka við svona aðstæður eins og sást með Lewis og báða Ferrari bílanna. Í annarri umferð þurfti kanó og stundum var ég á 40-50 km hraða. Þetta var mjög, mjög erfitt. Þegar rignir, þá rignir." "Við höfum ekki náð tilsettum árangri á árinu, en ætlum að gera okkar besta á sunnudag, en keppnin er löng og við gætum þess að fara ekki framúr okkur", sagði Webber.
Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira