Hvað segja keppinautar Vettels um stöðuna? 13. nóvember 2010 22:39 Fernando Alonso á ferð við sólsetur í Abu Dhabi en kappaksturinn verður flóðlýstur að hluta á sunnudag. Mynd: Getty Images Þrír keppinautar Sebastian Vettels um meistaratitilinn eru fyrir aftan hann á ráslínu í kappakstrinum í Abu Dhabi á sunnudag og Lewis Hamilton stefnir ótrauður á sigur úr öðru sæti á ráslínu og segist ekki hafa neinu að tapa. Fernando Alonso er fremstur í stigamótinu og er þriðji á ráslínu á eftir Vettel og Hamilton. "Við vitum stöðuna og hverjir eru að keppa um titilinn. Það getur allt gerst í mótinu og við verðum að ljúka 55 hringjum án vandamála. Þetta verður löng og erfið keppni, en við erum í sterkri stöðu", sagði Alonso eftir tímatökuna. Honum nægir fjórða sætið ef Vettel vinnur mótið í Abu Dhabi og það verður ákaflega mikilvægt fyrir Webber að komast framúr Alonso í upphafi mótsins. Hann ræsir af stað fyrir aftan Alonso og Jenson Button. "Það er ómögulegt að skrifa handrit af þessu. Við skulum skoða þetta þegar allir eru komnir á leiðarenda. Ég átti ekki von á þvi að verða fimmti og ég er ekkert glaður með stöðuna. Við náðum þessu ekki heima og saman", sagði Webber um tímatökuna í dag. "En ég hefði ekki orðið heimsmeistari þó ég hefði orðið fremstur á ráslínu. Kappaksturinn er það sem skiptir máli og ég verð að nýta þau færi sem gefast. Ég er svekktur, en það er mannlegt, en ég hef ekki gleymt því hvernig á að keyra", sagði Webber. Hamilton ræsir af stað við hlið Vettels og ætlar sér sigur. "Ég hef engu að tapa og ætla að vinna kappakstursmótið. Ég mun gefa allt mitt í þetta og hinir þurfa að hafa áhyggjur. Ekki ég. Ekkert stress, bara keyra og keppa", sagði Hamilton. "Ég vona að við Jenson náum fyrsta og öðru sæti og tryggum McLaren annað sætið í keppni bílasmiða. Ég mun ekki hugsa hver er í kringum mig. Þeir þurf að passa upp á sig. Ég mig. Ég stefni á sigur og ef ég lýk ekk keppni, þá það. Ef ég vinn. Þá vinn ég. Hinir eru í allt annarri stöðu", sagði Hamilton. Kappakstursmótið í Abu Dhabi er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 12. 30 í opinni dagskrá og strax á eftir er þátturinn Endamarkið, þar sem farið verður yfir allt það helsta sem gerðist í spáð í spilin fyrir 2011. Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þrír keppinautar Sebastian Vettels um meistaratitilinn eru fyrir aftan hann á ráslínu í kappakstrinum í Abu Dhabi á sunnudag og Lewis Hamilton stefnir ótrauður á sigur úr öðru sæti á ráslínu og segist ekki hafa neinu að tapa. Fernando Alonso er fremstur í stigamótinu og er þriðji á ráslínu á eftir Vettel og Hamilton. "Við vitum stöðuna og hverjir eru að keppa um titilinn. Það getur allt gerst í mótinu og við verðum að ljúka 55 hringjum án vandamála. Þetta verður löng og erfið keppni, en við erum í sterkri stöðu", sagði Alonso eftir tímatökuna. Honum nægir fjórða sætið ef Vettel vinnur mótið í Abu Dhabi og það verður ákaflega mikilvægt fyrir Webber að komast framúr Alonso í upphafi mótsins. Hann ræsir af stað fyrir aftan Alonso og Jenson Button. "Það er ómögulegt að skrifa handrit af þessu. Við skulum skoða þetta þegar allir eru komnir á leiðarenda. Ég átti ekki von á þvi að verða fimmti og ég er ekkert glaður með stöðuna. Við náðum þessu ekki heima og saman", sagði Webber um tímatökuna í dag. "En ég hefði ekki orðið heimsmeistari þó ég hefði orðið fremstur á ráslínu. Kappaksturinn er það sem skiptir máli og ég verð að nýta þau færi sem gefast. Ég er svekktur, en það er mannlegt, en ég hef ekki gleymt því hvernig á að keyra", sagði Webber. Hamilton ræsir af stað við hlið Vettels og ætlar sér sigur. "Ég hef engu að tapa og ætla að vinna kappakstursmótið. Ég mun gefa allt mitt í þetta og hinir þurfa að hafa áhyggjur. Ekki ég. Ekkert stress, bara keyra og keppa", sagði Hamilton. "Ég vona að við Jenson náum fyrsta og öðru sæti og tryggum McLaren annað sætið í keppni bílasmiða. Ég mun ekki hugsa hver er í kringum mig. Þeir þurf að passa upp á sig. Ég mig. Ég stefni á sigur og ef ég lýk ekk keppni, þá það. Ef ég vinn. Þá vinn ég. Hinir eru í allt annarri stöðu", sagði Hamilton. Kappakstursmótið í Abu Dhabi er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 12. 30 í opinni dagskrá og strax á eftir er þátturinn Endamarkið, þar sem farið verður yfir allt það helsta sem gerðist í spáð í spilin fyrir 2011.
Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira