„Röddin er fín sko. Laaa... já hún er hérna," sagði Erna Hrönn bakraddarsöngkona áður en hún söng fyrir okkur fyrir utan hótelið í Osló þar sem íslenski Eurovision hópurinn dvelur eftir fyrri rennslisæfinguna sem fram fór í Telenor höllinni í dag.
Erna var ekki þreytuleg að sjá enda á leiðinni að versla eins og hún segir í myndskeiðinu.