Handbolti

Tíundi sigurinn í röð hjá Framkonum í kvennahandboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karen Knútsdóttir skoraði fimm mörk í kvöld.
Karen Knútsdóttir skoraði fimm mörk í kvöld. Mynd/
Framkonur héldu sigurgöngu sinni áfram í N1 deild kvenna með 27-23 sigri á FH í Kaplakrika í kvöld. Þetta var tíundi sigurleikur liðsins í röð í deildinni en liðið hefur unnið alla leiki sína frá tapi á móti Val 12. janúar.

Lokaleikur deildarkeppninnar verður einmitt leikur Vals og Fram um næstu helgi en það er þegar ljóst að Valur verður deildarmeistari og Fram verður í 2. sæti.

Framliðið dreifði markaskoruninni vel í kvöld en fjórir leikmenn voru markahæstar þar sem Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir, Karen Knútsdóttir, Ásta Birna Gunnarsdóttir og Pavla Nevarilova skoruðu allar fimm mörk.

Systurnar Heiðdís Rún Guðmundsdóttir og Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir voru markahæstar hjá FH með samtals 15 af 23 mörkum liðsins.

FH-Fram 23-27 (9-17)

Mörk FH: Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 8, Ragnhildur Guðmundsdóttir 7, Birna Íris Helgadóttir 4, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 2, Margrét Ósk Aronsdóttir 1, Hafdís Kristínardóttir 1.

Mörk Fram: Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 5, Karen Knútsdóttir 5, Ásta Birna Gunnarsdóttir 5, Pavla Nevarilova 5, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Anna María Guðmundsdóttir 1, Anna Gunnlaug Friðriksdóttir 1, Eva Hrund Harðardóttir 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×