Algjör Sveppi gerð í þrívídd 6. mars 2010 08:00 Bragi Þór Hinriksson leikstjóri stefnir að því að brjóta blað í íslenskri kvikmyndagerð. Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið verður að öllum líkindum fyrsta íslenska kvikmyndin sem gerð verður í þrívídd.Fréttablaðið/Valli „Við erum með þetta á teikniborðinu núna, þetta gæti verið mjög spennandi,“ segir Bragi Þór Hinriksson leikstjóri og framleiðandi. Framhaldsmyndin Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið verður að öllum líkindum fyrsta íslenska kvikmyndin sem gerð verður með þrívíddartækni. Fyrsta myndin um Sveppa og ævintýri hans sló eftirminnilega í gegn í sumar en nú á að hugsa hlutina í stærra samhengi. „Þrívíddartæknin hefur gengið í gegnum mikla þróun undanfarin tvö ár og nú er svo komið að hún er orðin yfirstíganleg,“ segir Bragi kokhraustur. Vinsældir þrívíddarmyndarinnar Avatar eru sennilega flestum kunnar en hún hefur slegið aðsóknarmet um allan heim. Bragi bendir hins vegar á að íslenska myndin Bjarnfreðarson hafi skákað henni í tvær vikur og þegar menn blandi saman íslenskri kvikmynd og þrívídd þá hljóti það vera ágætis formúla. Hann bætir því við að svona ævintýramynd eins og Algjör Sveppi sé kjörinn vettvangur fyrir menn að prófa sig áfram með þessa tækni. „Allavega er efniviðurinn fyrir hendi; draugar, álfar og alls konar ævintýri,“ segir Bragi. Kostnaðurinn við að koma sér upp tækjum og tólum fyrir þrívídd er töluverður, hleypur á milljónum, enda þarf að taka myndina upp með tveimur tökuvélum í stað einnar. „Það þarf til dæmis að kaupa „monitor“ eða sérstakan skjá fyrir leikstjórann þannig að hann geti séð allar tökur í þrívídd með sérstökum gleraugum. Þannig að við verðum allir með gleraugu í sumar,“ útskýrir Bragi sem hefur þegar sótt námskeið í því hvernig eigi að taka upp kvikmynd af þessu tagi. „Auðvitað getur þetta síðan klúðrast og verið ömurlegt en ég held að Sveppi sé líklega eini maðurinn á Íslandi sem fyrirgefst slíkt klúður,“ segir Bragi og hlær. Sam-film kemur einnig að framleiðslu myndarinnar enda rekur fyrirtækið þrívíddar-kvikmyndahús. Bragi telur augljóst að þrívíddin sé framtíðin, hún sporni til að mynda við ólöglegu niðurhali. „Það er búið að fresta Harry Potter því menn vilja gera hana í þrívídd og sama gildir um Clash of Titans og Prince of Persia. Þetta er einfaldlega það sem koma skal.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
„Við erum með þetta á teikniborðinu núna, þetta gæti verið mjög spennandi,“ segir Bragi Þór Hinriksson leikstjóri og framleiðandi. Framhaldsmyndin Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið verður að öllum líkindum fyrsta íslenska kvikmyndin sem gerð verður með þrívíddartækni. Fyrsta myndin um Sveppa og ævintýri hans sló eftirminnilega í gegn í sumar en nú á að hugsa hlutina í stærra samhengi. „Þrívíddartæknin hefur gengið í gegnum mikla þróun undanfarin tvö ár og nú er svo komið að hún er orðin yfirstíganleg,“ segir Bragi kokhraustur. Vinsældir þrívíddarmyndarinnar Avatar eru sennilega flestum kunnar en hún hefur slegið aðsóknarmet um allan heim. Bragi bendir hins vegar á að íslenska myndin Bjarnfreðarson hafi skákað henni í tvær vikur og þegar menn blandi saman íslenskri kvikmynd og þrívídd þá hljóti það vera ágætis formúla. Hann bætir því við að svona ævintýramynd eins og Algjör Sveppi sé kjörinn vettvangur fyrir menn að prófa sig áfram með þessa tækni. „Allavega er efniviðurinn fyrir hendi; draugar, álfar og alls konar ævintýri,“ segir Bragi. Kostnaðurinn við að koma sér upp tækjum og tólum fyrir þrívídd er töluverður, hleypur á milljónum, enda þarf að taka myndina upp með tveimur tökuvélum í stað einnar. „Það þarf til dæmis að kaupa „monitor“ eða sérstakan skjá fyrir leikstjórann þannig að hann geti séð allar tökur í þrívídd með sérstökum gleraugum. Þannig að við verðum allir með gleraugu í sumar,“ útskýrir Bragi sem hefur þegar sótt námskeið í því hvernig eigi að taka upp kvikmynd af þessu tagi. „Auðvitað getur þetta síðan klúðrast og verið ömurlegt en ég held að Sveppi sé líklega eini maðurinn á Íslandi sem fyrirgefst slíkt klúður,“ segir Bragi og hlær. Sam-film kemur einnig að framleiðslu myndarinnar enda rekur fyrirtækið þrívíddar-kvikmyndahús. Bragi telur augljóst að þrívíddin sé framtíðin, hún sporni til að mynda við ólöglegu niðurhali. „Það er búið að fresta Harry Potter því menn vilja gera hana í þrívídd og sama gildir um Clash of Titans og Prince of Persia. Þetta er einfaldlega það sem koma skal.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira