Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur ákveðið að innkalla 1,53 milljónir bifreiða vegna galla. 740 þúsund þessara bifreiða eru í Japan, 599 þúsund í Bandaríkjunum, en hinar í Evrópuríkjum og víðar um heim.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Toyota hefur þurft að innkalla seldar bifreiðar vegna galla, en undanfarið ár hefur fyrirtækið kallað inn meira en tíu milljónir bifreiða.
Gallarnir núna tengjast bremsuvökva og eldsneytisdælu.- gb