Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjöldan allan af sönnunargögnum fyrir dómstóli í New York í tengslum við hundruð milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni og fleirum. Slitastjórn Glitnis segir að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York sé smávægilegur í samanburði við þær háu upphæðir sem slitastjórnin segir þá hafa stolið frá bankanum.
Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjölda sönnunargagna fyrir dómstóli í New York en slitastjórnin höfðaði í vor 240 milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni, Pálma Haraldssyni og fjórum öðrum fyrrverandi stjórnendum og eigendum Glitnis. Sjömenningarnir hafa farið fram á að málinu verði vísað frá, því það eigi ekki erindi fyrir dómstól ytra.
Meðal þess sem slitastjórnin hefur lagt fram eru gögn sem sýna fram á tengingu stefndu við Bandaríkin. Bent er á að sumir þeirra hafi búið þar, aðrir stundað nám og ennfremur er greint frá heimsóknum og viðskiptatengslum sjömenninganna við Bandaríkin. Þá segir einnig í greinargerð slitastjórnar að kostnaður hinna stefndu vegna málarekstursins í New York sé óverulegur í samanburði við þær háu upphæðir sem þeir stálu frá bankanum.
Slitastjórnin segist staðráðin í að elta uppi höfunda
þess ráðabruggs sem lýst er í stefnu málsins, en þar er því haldið fram að Jón Ásgeir og viðskiptafélagar hans hafi sölsað undir sig bankann og rænt hann innan frá.
Alexander Guðmundsson, fyrrverandi fjármálastjóri Glitnis, segir í eiðsvarinni yfirlýsingu sem birt hefur verið á vef dómstólsins ytra, að Lárus Welding hafi verið of tengdur eigendum bankans. Hann hafi beitt valdi sínu innan bankans og þrýst á að fyrirtæki eins og Baugur og FL Group fengju lán hjá Glitni. Að mati fjármálastjórans fyrrverandi lánaði Glitnir of háar upphæðir til tengdra aðila. Þetta er í takti við niðurstöður rannsóknarskýrslu Alþingis. Alexander er eitt af lykilvitnum slitastjórnarinnar, en Bjarni Ármansson er einnig á meðal vitna.
Nógu hafa þeir stolið
Mest lesið


Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent



Hlutabréfaverð í Asíu hækkar
Viðskipti erlent


Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf


Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi
Viðskipti erlent