Handbolti

Atli: Ekki ásættanleg frammistaða

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Atli Hilmarsson.
Atli Hilmarsson. Mynd/Vilhelm

Atli Hilmarsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki par sáttur eftir tapið gegn Haukum í kvöld enda náðu stelpurnar hans sér aldrei á strik í leiknum.

„Við áttum aldrei möguleika og mættum ekki tilbúnar til leiks. Lokakaflinn í fyrri hálfleik var fáranlegur af okkar hálfu. Það var furðulegt andleysi yfir mínum mönnum í kvöld," sagði Atli svekktur en liðið hans kom ekki boltanum fram hjá Bryndísi í marki Hauka.

„Í kjölfarið fá þær hraðaupphlaup og ódýr mörk. Með svona markvörslu refsar þetta góða hraðaupphlaupslið okkur. Þetta var alls ekki ásættanleg frammistaða hjá okkur og með því lélegra sem við höfum boðið upp á þennan veturinn."

Stjörnustelpur töpuðu í undanúrslitum bikarsins um helgina í hörkuleik. Sat sá leikur í Stjörnuliðinu?

„Auðvitað var mjög svekkjandi að tapa þeim leik enda vorum við að spila mjög vel þar. Svo söknuðum við líka Alinu í dag en hún gat ekki spilað neitt í sókninni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×