Engin brögð í tafli eftir óhapp 28. júní 2010 10:43 Lewis Hamilton og Sebastian Vettel í upphafi mótsins í Valencia í gær. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso var eldheitur eftir kappaksturinn í gær og taldi að dómarar mótsins hefðu óbeint hyglað að Lewis Hamilton með vægri refsingu, eftir að hann braut af sér og ók framúr öryggisbíl eftir óhapp í brautinni. Þá var reiði innan Ferrari vegna málsins, en Christian Horner framkvæmdarstjóri sigurliðs Red Bull er ósammála Alonso. Horner á hlut að máli þar sem það var Mark Webber, annar ökumanna hans sem lenti í óhappi og öryggisbíllinn kom út vegna þess. Hamilton stakk sér framúr honum og var refsað af dómurum, en Alonso þótti refsingin ekki næg. Hann tapaði engu sæti, á meðan Alonso fór að reglum og féll í áttunda sæti í mótinu þegar yfir lauk. Horner telur að Alonso hafi einfaldlega verið óheppinn. "Reglur um öryggisbílinn féllu ekki með Ferrari og McLaren menn voru kannski dálítið kræfir með það hvernig þeir fóru að, en þeir fengu sína refsingu. Það reyndist þeim ekki dýrkeypt, en ég tel ekki að brögð hafi verið í tafli. FIA þarf að skoða reglur um öryggisbílinn í framtíðinni", sagði Horner. Martin Whitmarsh hjá McLaren sagðist ekki skilja ummæli Alonso, þar sem McLaren hefði fengið refsingu. "Það var mjög erfitt að koma í veg fyrir það sem gerðist. Þetta var minniháttar mál. Málið fór fyrir dómara og þeir tóku ákvörðun. Alonso kann að hafa aðra skoðun, en þetta er bara eðlilegt í kappakstri", sagði Whitmarsh. Alonso var mjög ósáttur eftir mótið og sagðist hafa farið að reglum og aðeins náð áttunda sæti, en sá sem braut af sér hefði náð öðru sæti. Hann sagðist aldrei áður hafa séð ökumanna fara framúr öryggisbílnum. Níu ökunmönnum var refsað eftir keppni fyrir að fara ekki að regtlum þegar öryggisbíllinn var inn á brautinni og fengu allir fimm sekúndna refsingu fyrir. Alonso færðist upp um eitt sæti fyrir vikið. Brot þeirra var annars konar en Hamiltons. Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso var eldheitur eftir kappaksturinn í gær og taldi að dómarar mótsins hefðu óbeint hyglað að Lewis Hamilton með vægri refsingu, eftir að hann braut af sér og ók framúr öryggisbíl eftir óhapp í brautinni. Þá var reiði innan Ferrari vegna málsins, en Christian Horner framkvæmdarstjóri sigurliðs Red Bull er ósammála Alonso. Horner á hlut að máli þar sem það var Mark Webber, annar ökumanna hans sem lenti í óhappi og öryggisbíllinn kom út vegna þess. Hamilton stakk sér framúr honum og var refsað af dómurum, en Alonso þótti refsingin ekki næg. Hann tapaði engu sæti, á meðan Alonso fór að reglum og féll í áttunda sæti í mótinu þegar yfir lauk. Horner telur að Alonso hafi einfaldlega verið óheppinn. "Reglur um öryggisbílinn féllu ekki með Ferrari og McLaren menn voru kannski dálítið kræfir með það hvernig þeir fóru að, en þeir fengu sína refsingu. Það reyndist þeim ekki dýrkeypt, en ég tel ekki að brögð hafi verið í tafli. FIA þarf að skoða reglur um öryggisbílinn í framtíðinni", sagði Horner. Martin Whitmarsh hjá McLaren sagðist ekki skilja ummæli Alonso, þar sem McLaren hefði fengið refsingu. "Það var mjög erfitt að koma í veg fyrir það sem gerðist. Þetta var minniháttar mál. Málið fór fyrir dómara og þeir tóku ákvörðun. Alonso kann að hafa aðra skoðun, en þetta er bara eðlilegt í kappakstri", sagði Whitmarsh. Alonso var mjög ósáttur eftir mótið og sagðist hafa farið að reglum og aðeins náð áttunda sæti, en sá sem braut af sér hefði náð öðru sæti. Hann sagðist aldrei áður hafa séð ökumanna fara framúr öryggisbílnum. Níu ökunmönnum var refsað eftir keppni fyrir að fara ekki að regtlum þegar öryggisbíllinn var inn á brautinni og fengu allir fimm sekúndna refsingu fyrir. Alonso færðist upp um eitt sæti fyrir vikið. Brot þeirra var annars konar en Hamiltons.
Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira