Hill vonar að Ferrari fái væga refsingu 8. september 2010 11:36 Damon Hill ásamt Jackie Stewart, en báðir hafa unnið meistaratitila í Formúlu 1. Mynd: Getty Images Damon Hill, fyrrum heimasmeistari í Formúlu 1 vonast eftir því að Ferrari verði ekki refsað harkalega af FIA í dag, þegar sambandið tekur fyrir mál liðsins frá þýska kappakstrinum. Þá var liðið dæmt í 100.000 dala sekt fyrir að beita liðsskipunum. Dómarar mótsins töldu að Felipe Massa hefði hleypt Fernando Alonso framúr sér, til að hann fengi fleiri stig í stigamótinu og það hefði verið brot á reglum sem banna liðsskipanir. Dómarar sendu málið áfram til íþróttaráðs FIA sem tekur málið fyrir í París í dag. Hill er forseti félags breskra kappakstursökumanna og tjáði sig við Daily Telegraph í dag samkvæmt frétt á autosport.com. Hill telur að reglur varðandi liðsskipanir séu of óljósar og hægt sé að beita liðsskipunum í kringum þjónustuhllé og hafi verið gert síðustu ár. "Lið segja að þau beiti ekki liðsskipunum, en okkur grunar alla að liðin séu að segja mönnum hvernig þeir eiga að standa sig. Það er ekki hægt að túlka það sem liðsskipun", sagði Hill. "Þetta er mál sem hefur komið upp og hefur ekki verið tekið á og ég held að Ferrari sleppi af því reglurnar eru ekki á hreinu. Íþróttin er ekki að gera sjálfri sér neitt gagn. Það þarf fjölmiðlasirkus til að breyta hlutum og þetta er að gerast fjórum dögum fyrir ítalska kappaksturinn", sagði Hill. Ferrari verður á heimavelli á Monza brautinni um næstu helgi og þá spurning hvort liðinu verður með aukna refsingu á bakinu eður ei, en það ætti að koma í ljós síðar í dag í París. Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Damon Hill, fyrrum heimasmeistari í Formúlu 1 vonast eftir því að Ferrari verði ekki refsað harkalega af FIA í dag, þegar sambandið tekur fyrir mál liðsins frá þýska kappakstrinum. Þá var liðið dæmt í 100.000 dala sekt fyrir að beita liðsskipunum. Dómarar mótsins töldu að Felipe Massa hefði hleypt Fernando Alonso framúr sér, til að hann fengi fleiri stig í stigamótinu og það hefði verið brot á reglum sem banna liðsskipanir. Dómarar sendu málið áfram til íþróttaráðs FIA sem tekur málið fyrir í París í dag. Hill er forseti félags breskra kappakstursökumanna og tjáði sig við Daily Telegraph í dag samkvæmt frétt á autosport.com. Hill telur að reglur varðandi liðsskipanir séu of óljósar og hægt sé að beita liðsskipunum í kringum þjónustuhllé og hafi verið gert síðustu ár. "Lið segja að þau beiti ekki liðsskipunum, en okkur grunar alla að liðin séu að segja mönnum hvernig þeir eiga að standa sig. Það er ekki hægt að túlka það sem liðsskipun", sagði Hill. "Þetta er mál sem hefur komið upp og hefur ekki verið tekið á og ég held að Ferrari sleppi af því reglurnar eru ekki á hreinu. Íþróttin er ekki að gera sjálfri sér neitt gagn. Það þarf fjölmiðlasirkus til að breyta hlutum og þetta er að gerast fjórum dögum fyrir ítalska kappaksturinn", sagði Hill. Ferrari verður á heimavelli á Monza brautinni um næstu helgi og þá spurning hvort liðinu verður með aukna refsingu á bakinu eður ei, en það ætti að koma í ljós síðar í dag í París.
Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira