Engin uppgjöf hjá Alonso og Ferrari 30. ágúst 2010 09:20 Fernando Alonso er ekki búinn að gefa frá sér möguleika á meistaratitlinum í ár. Mynd: Getty Images Fernando Alonso telur enn möguleika á að hann geti orðið heimsmeistari, þó hann hafi fallið úr leik á Spa brautinni í gær eftir að hafa misst bíl sinn útaf í bleytu. Alonso er í fimmta sæti í stigamótinu með 141 stig, en Lewis Hamilton er með 182, Mark Webber 179, Sebastian Vettel 151 og Jenson Button 147. "Það er enn möguleiki. Það eru sömu fimm ökumennirnir sem eiga möguleika og við eigum 50% möguleika, rétt eins og fyrir mótið. Fyrir mótið voru sjö mót, núna eru sex og sá sem gengur bestu í þeim verður meistari", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Í fyrstu sjö mótunum gekk okkur ekki nógu vel og öðrum gekk betur. Jenson, Vettel og mér gekk ekki vel í fyrstu sjö mótunum, þannig að við verðum að standa okkur betur í þeim sex sem eftir eru." "Það náðu aðeins tveir í titilslagnum stigum og kannski verði næsta mót þveröfugt og við verðum í sömu stöðu og áður, þar sem lítill munur var á milli keppenda", sagði Alonso eftir keppnina í gær. Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari benti á að Kimi Raikkönen hefði unnið upp sautján stiga forskot Lewis Hamilton í tveimur lokamótunum árið 2007. "Þettta var ekki góð helgi fyrir okkur og staðan í báðum stigamótum er erfiðari, en það er ekki ómögulegt að ná markmiðum okkar. Fyrir þá sem eru með skammtímaminni, þá vorum við í verri stöðu fyrir þremur árum og við vitum hvernig það fór", sagði Domenicali. Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Fernando Alonso telur enn möguleika á að hann geti orðið heimsmeistari, þó hann hafi fallið úr leik á Spa brautinni í gær eftir að hafa misst bíl sinn útaf í bleytu. Alonso er í fimmta sæti í stigamótinu með 141 stig, en Lewis Hamilton er með 182, Mark Webber 179, Sebastian Vettel 151 og Jenson Button 147. "Það er enn möguleiki. Það eru sömu fimm ökumennirnir sem eiga möguleika og við eigum 50% möguleika, rétt eins og fyrir mótið. Fyrir mótið voru sjö mót, núna eru sex og sá sem gengur bestu í þeim verður meistari", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Í fyrstu sjö mótunum gekk okkur ekki nógu vel og öðrum gekk betur. Jenson, Vettel og mér gekk ekki vel í fyrstu sjö mótunum, þannig að við verðum að standa okkur betur í þeim sex sem eftir eru." "Það náðu aðeins tveir í titilslagnum stigum og kannski verði næsta mót þveröfugt og við verðum í sömu stöðu og áður, þar sem lítill munur var á milli keppenda", sagði Alonso eftir keppnina í gær. Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari benti á að Kimi Raikkönen hefði unnið upp sautján stiga forskot Lewis Hamilton í tveimur lokamótunum árið 2007. "Þettta var ekki góð helgi fyrir okkur og staðan í báðum stigamótum er erfiðari, en það er ekki ómögulegt að ná markmiðum okkar. Fyrir þá sem eru með skammtímaminni, þá vorum við í verri stöðu fyrir þremur árum og við vitum hvernig það fór", sagði Domenicali.
Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira