Fyrrum meistarar spá Webber titlinum 19. maí 2010 09:41 Efstu menn stigamótins hittu Jack Brabham á fyrsta móti ársins í Barein. Mark Webber, Brabham og Vettel stilltu sér upp fyrir myndavélina. Mynd: Getty Images Ástralarnir Jack Brabham og Alan Jones, báðir fyrrum meistarar spáir landa sínum Mark Webber meistaratitilinum í Formúlu 1 ár árinu, eftir tvo sigra hans í röð. Webber vann í Mónakó um helgina og á Spáni vikuna á undan. Webber er efstur og jafn að stigum með 78 stig ásamt Sebastian Vettel, en Webber er efstur vegna fleiri sigra. "Mark getur unnið meistaratitilinn, ég er ekki í nokkrum vafa. Þetta er frábær dagur fyrir Mark og Ástralíu. Mónakó er sögufræg keppni og erfiðasta mótið þar sem engin mistök má gera. Ég fylgdist með keppninni og hann var mjög, mjög góður", sagði Jack Brabham, þrefaldur meistari í Formúlu 1 í samtali við Sydney Morning Herald. Autosport.com greindi frá þessum ummælum Brabhams um Mark Webber. "Hann er efstur í stigamótinu og á titilinn skilið. Það yrði frábært fyrir Ástralíu og hann. Hann á allan minn stuðning og ég er stoltur af honum. Það yrði frábært ef Ástrali ynni titilinn aftur. Ef þú getur unnið í Mónakó, þá getur þú orðið meistari. Ég vona að hann geti það og held að hann verði meistari", sagði Brabham. Landi hans Alan Jones er líka hrifinn af árangri Webbers. "Sigurinn var frábær í Mónakó. Hann náði besta tíma í tímatökum, ræsti vel af stað og stóðst álagið af því að það þurfti að endurræsa mótið nokkrum sinnum. Það er alltaf taugatrekkjandi, því sá sem er í öðru sæti getur stolið sætinu. Hann verður betri og betri og sjálfstraustið eykst. Að vinna Vettel frá ráspól í endamark mun stykrja hann", sagði Jones téðri frétt. Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ástralarnir Jack Brabham og Alan Jones, báðir fyrrum meistarar spáir landa sínum Mark Webber meistaratitilinum í Formúlu 1 ár árinu, eftir tvo sigra hans í röð. Webber vann í Mónakó um helgina og á Spáni vikuna á undan. Webber er efstur og jafn að stigum með 78 stig ásamt Sebastian Vettel, en Webber er efstur vegna fleiri sigra. "Mark getur unnið meistaratitilinn, ég er ekki í nokkrum vafa. Þetta er frábær dagur fyrir Mark og Ástralíu. Mónakó er sögufræg keppni og erfiðasta mótið þar sem engin mistök má gera. Ég fylgdist með keppninni og hann var mjög, mjög góður", sagði Jack Brabham, þrefaldur meistari í Formúlu 1 í samtali við Sydney Morning Herald. Autosport.com greindi frá þessum ummælum Brabhams um Mark Webber. "Hann er efstur í stigamótinu og á titilinn skilið. Það yrði frábært fyrir Ástralíu og hann. Hann á allan minn stuðning og ég er stoltur af honum. Það yrði frábært ef Ástrali ynni titilinn aftur. Ef þú getur unnið í Mónakó, þá getur þú orðið meistari. Ég vona að hann geti það og held að hann verði meistari", sagði Brabham. Landi hans Alan Jones er líka hrifinn af árangri Webbers. "Sigurinn var frábær í Mónakó. Hann náði besta tíma í tímatökum, ræsti vel af stað og stóðst álagið af því að það þurfti að endurræsa mótið nokkrum sinnum. Það er alltaf taugatrekkjandi, því sá sem er í öðru sæti getur stolið sætinu. Hann verður betri og betri og sjálfstraustið eykst. Að vinna Vettel frá ráspól í endamark mun stykrja hann", sagði Jones téðri frétt.
Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira