Ó, þessir heltönnuðu tímar Gerður Kristný skrifar 19. júlí 2010 10:17 Í pósthrúgunni sem beið mín eftir sumarfrí gat að líta athyglisverða gjöf frá Arion banka. Þar var á ferðinni Einkaklúbbskort og bæklingur með nöfnum fyrirtækjanna sem bjóða korthöfum upp á alls konar tilboð. Þar kennir ýmissa grasa, svo sem afsláttar hjá fjórhjóla- og hestaleigu, gleraugna- og ísbúðum, keiluhöllum og fjölda veitingastaða. Pitsustaðir eru þar nokkuð áberandi en sveifli maður kortinu býðst til dæmis líka dágóður afsláttur af dýrindisréttum Rauða hússins á Eyrarbakka. Það er nú ekki ónýtt. Ekki þurfum við hjónin að sitja þar náföl því þökk sé Arion banka get ég nú tekið eiginmanninn með mér í brúnkumeðferð án þess að þurfa að greiða aukalega fyrir hann. Maðurinn verður þó eftir heima dytti mér í hug að bregða mér í vaxtarmótun sem bankinn reddar mér nokkurra þúsund króna afslætti af. Svoleiðis trakteringar er nefnilega aðeins fyrir konur. Í bæklingnum fylgir þessu tilboði ljósmynd þar sem klipið er með töng í húðina á maga ákaflega grannrar konu. Þetta líkist því helst að fulltrúi spænska rannsóknarréttarins sé að krefja hana sagna, kannski um innihald síðasta skyrhrærings. Ekki rugla vextinum sem þarna er mótaður saman við vextina sem koma á lánin okkar. Það duga víst engar tengur á þá. Einkaklúbbskortið frá Arion banka minnir mig óþægilega á fjárhag háskólaáranna. Þá þótti einmitt mikill fengur af því að vera í þessum klúbbi og gott ef ekki svolítil upphefð. Nema ég hafi oftúlkað nafnið á honum. Bankahrunið skaut sumum okkar einmitt að nokkru leyti aftur til háskólaáranna. Maður hefur þurft að velta hverri krónu fyrir sér á nýjan leik og reyna að stramma af langanir sínar og þarfir. Það hefði verið gaman ef markaðsdeild Arion banka hefði boðið upp á afslætti í almennilegum matvörubúðum, barnafataverslunum eða til dæmis bókabúðum. Það gæti nú verið búbót fyrir margar barnafjölskyldur í næsta mánuði þegar skólarnir hefja göngu sína á nýjan leik. Gjafir lýsa þeim sem gefur býsna vel um leið og þær sýna hvaða mynd hann hefur af þeim sem þiggur. Í ljósi þessa má þjóðin enn og aftur þakka fyrir langlundargeðið sem pestir, heyfellir og bankahrun hefur ekki tekist að murka úr henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun
Í pósthrúgunni sem beið mín eftir sumarfrí gat að líta athyglisverða gjöf frá Arion banka. Þar var á ferðinni Einkaklúbbskort og bæklingur með nöfnum fyrirtækjanna sem bjóða korthöfum upp á alls konar tilboð. Þar kennir ýmissa grasa, svo sem afsláttar hjá fjórhjóla- og hestaleigu, gleraugna- og ísbúðum, keiluhöllum og fjölda veitingastaða. Pitsustaðir eru þar nokkuð áberandi en sveifli maður kortinu býðst til dæmis líka dágóður afsláttur af dýrindisréttum Rauða hússins á Eyrarbakka. Það er nú ekki ónýtt. Ekki þurfum við hjónin að sitja þar náföl því þökk sé Arion banka get ég nú tekið eiginmanninn með mér í brúnkumeðferð án þess að þurfa að greiða aukalega fyrir hann. Maðurinn verður þó eftir heima dytti mér í hug að bregða mér í vaxtarmótun sem bankinn reddar mér nokkurra þúsund króna afslætti af. Svoleiðis trakteringar er nefnilega aðeins fyrir konur. Í bæklingnum fylgir þessu tilboði ljósmynd þar sem klipið er með töng í húðina á maga ákaflega grannrar konu. Þetta líkist því helst að fulltrúi spænska rannsóknarréttarins sé að krefja hana sagna, kannski um innihald síðasta skyrhrærings. Ekki rugla vextinum sem þarna er mótaður saman við vextina sem koma á lánin okkar. Það duga víst engar tengur á þá. Einkaklúbbskortið frá Arion banka minnir mig óþægilega á fjárhag háskólaáranna. Þá þótti einmitt mikill fengur af því að vera í þessum klúbbi og gott ef ekki svolítil upphefð. Nema ég hafi oftúlkað nafnið á honum. Bankahrunið skaut sumum okkar einmitt að nokkru leyti aftur til háskólaáranna. Maður hefur þurft að velta hverri krónu fyrir sér á nýjan leik og reyna að stramma af langanir sínar og þarfir. Það hefði verið gaman ef markaðsdeild Arion banka hefði boðið upp á afslætti í almennilegum matvörubúðum, barnafataverslunum eða til dæmis bókabúðum. Það gæti nú verið búbót fyrir margar barnafjölskyldur í næsta mánuði þegar skólarnir hefja göngu sína á nýjan leik. Gjafir lýsa þeim sem gefur býsna vel um leið og þær sýna hvaða mynd hann hefur af þeim sem þiggur. Í ljósi þessa má þjóðin enn og aftur þakka fyrir langlundargeðið sem pestir, heyfellir og bankahrun hefur ekki tekist að murka úr henni.
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun