Ferrari liðið gangrýnir FIA á heimasíðu sinni fyrir ævitýramennskuvarðandi fjölgun liða, nú þegar ljóst er að allavega tvö lið fá að keppa
að nokkrum mótum loknum. Ekki strax í upphafi.
USF1 og Campos liðin hafa ströglað við undirbúning og ólíklegt að liðin mæti á ráslínu í Bahrain.
Til stóð að 13 lið yrðu á ráslínu í fyrsta móti, en nú eru líkur á því að
þau verði aðeins 11. Ferrari menn gagnrýna harðlega framgöngu FIA í málinu
öllu og telja að sambandið hefur gert betur í því að hjálpa Toyota og BMW
þegar fyrirtækin voru í vanda og ákváðu að hætta í Formúlu 1.
Ferrari hefur reyndar áður verið á móti liðum í eigu einstaklinga, þó
Williams hafi gengi vel gegnum tíðina að reka sitt lið. Þá þykir Ferrari
ný lið ekki hafa sýnt nægilega mikið á æfingum upp á síðkastið á meðan
enn önnur eiga ekki bíla til brúks enn sem komið er.