Rúrik Gíslason skoraði eina mark OB er liðið tapaði fyrir SönderjyskE, 2-1, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Rúrik spilaði allan leikinn fyrir OB, rétt eins og Ólafur Ingi Skúlason í liði SönderjyskE.
Arnar Darri Pétursson markvörður var á bekknum hjá SönderjyskE.
SönderjyskE komst upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum. Liðið er með nítján stig, tveimur meira en OB sem er í sjötta sæti.
FCK er á toppnum með 35 stig, er enn ósigrað og með fjórtán stiga forystu á næsta lið.