Bruno Senna vill sanna sig 17. september 2010 12:48 Bruno Senna er sviplíkur frænda sínum, Ayrton heitnum Senna. Mynd: Getty Images Bruno Senna er frændi Ayrtons heitins Senna, sem er einn allra dáðasti Formúlu 1 ökumaður allra tíma, en hann lést í slysi á Imola brautinni árið 1994. Þegar Bruno vildi í Formúlu 1 áttu margir von á því að erfitt yrði fyrir hann að standa undir Senna nafninu. En Bruno hefur verið hjá nýju liði Hispania sem hefur ekki gengið vel á árinu og hann hefur því ekki fengið eins mikla athygli og fjölmargir aðrir ökumenn sem eru í titilslagnum. Bruno hefur sýnt þolinmæði en þegar hann var lítil gutti taldi Ayrton frændi hans Bruno hæfileikaríkan ökumann í kart kappakstri. Eftir að Ayrton lést vildi móðir Brunos ekki að hann væri í akstursíþróttum og liðu mörg ár þangað til að hann gat keyrt í kappakstri á ný. "Það er mikilvægt fyrir mig að hugsa ekki um núverandi árangur, heldur horfa til framtíðar. Ég veit að ef ég stend mig vel, betur en liðsfélaginn þá fæ ég tækifæri á að vera áfram í Formúlu 1 áfram", sagði Senna í spjalli við autosport.com. Bruno telur að hann hafi sýnt góðan akstur í tímatökum, sem engin taki eftir þar sem lítið fari fyrir liðinu. Nokkur umræða hefur verið um fjárhagsörðugleika Hispania liðsins, en Georg Kolles sem stýrir liðinu segir að sum önnur lið séu í verri málum og Hispania liðið klári tímabilið. "Ég er að læra margt á þessu ári. Erfiðleikar hjálpa manni að vaxa og verða sterkari. Liðið er að skipuleggja næsta ár og undirbúa hönnun nýs bíls, sem byggir á þeim sem er verið að nota. Ég held að þetta ár verði í lagi í ár og liðið verði á næsta ári", sagði Senna. "Hvað þetta ár varðar veit ég að ég verð um borð í bílnum þar til í Abu Dhabi (lokamótinu). Fyrsti kostur minn væri að vera áfram hjá liðinu á næsta ári, en það er ekki klárt. Það er ekki búið að ræða það almennilega", sagði Bruno. Hann kvaðst í viðræðum við aðra aðila og málin í ágætum farvegi, en markmiðið sé að standa sig vel á þessu ári til að sýna að hann geti ekið samkeppnisfærum bíl. Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bruno Senna er frændi Ayrtons heitins Senna, sem er einn allra dáðasti Formúlu 1 ökumaður allra tíma, en hann lést í slysi á Imola brautinni árið 1994. Þegar Bruno vildi í Formúlu 1 áttu margir von á því að erfitt yrði fyrir hann að standa undir Senna nafninu. En Bruno hefur verið hjá nýju liði Hispania sem hefur ekki gengið vel á árinu og hann hefur því ekki fengið eins mikla athygli og fjölmargir aðrir ökumenn sem eru í titilslagnum. Bruno hefur sýnt þolinmæði en þegar hann var lítil gutti taldi Ayrton frændi hans Bruno hæfileikaríkan ökumann í kart kappakstri. Eftir að Ayrton lést vildi móðir Brunos ekki að hann væri í akstursíþróttum og liðu mörg ár þangað til að hann gat keyrt í kappakstri á ný. "Það er mikilvægt fyrir mig að hugsa ekki um núverandi árangur, heldur horfa til framtíðar. Ég veit að ef ég stend mig vel, betur en liðsfélaginn þá fæ ég tækifæri á að vera áfram í Formúlu 1 áfram", sagði Senna í spjalli við autosport.com. Bruno telur að hann hafi sýnt góðan akstur í tímatökum, sem engin taki eftir þar sem lítið fari fyrir liðinu. Nokkur umræða hefur verið um fjárhagsörðugleika Hispania liðsins, en Georg Kolles sem stýrir liðinu segir að sum önnur lið séu í verri málum og Hispania liðið klári tímabilið. "Ég er að læra margt á þessu ári. Erfiðleikar hjálpa manni að vaxa og verða sterkari. Liðið er að skipuleggja næsta ár og undirbúa hönnun nýs bíls, sem byggir á þeim sem er verið að nota. Ég held að þetta ár verði í lagi í ár og liðið verði á næsta ári", sagði Senna. "Hvað þetta ár varðar veit ég að ég verð um borð í bílnum þar til í Abu Dhabi (lokamótinu). Fyrsti kostur minn væri að vera áfram hjá liðinu á næsta ári, en það er ekki klárt. Það er ekki búið að ræða það almennilega", sagði Bruno. Hann kvaðst í viðræðum við aðra aðila og málin í ágætum farvegi, en markmiðið sé að standa sig vel á þessu ári til að sýna að hann geti ekið samkeppnisfærum bíl.
Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira