Árekstur Hamilton dýrkeyptur í stigamótinu 27. september 2010 09:01 Lewis Hamilton var funheitur eftir áreksturinn í gær, en róaðist að lokum. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton varð fyrir áfalli í öðru Formúlu 1 mótinu í röð. Hann féll úr leik í Singapúr í gær eftir samstuð við Mark Webber, en þeir voru í efstu sætunum tveimur í stigamótinu fyrir keppnina. Fernando Alonso sem vann í gær er núna kominn í annað sætið á eftir Webber. Webber er 11 stigum á undan Alonso, en Hamilton er 20 stigum á eftir, en var 5 stigum á eftir Webber fyrir keppnina í gær. "Það er enn fjögur mót eftir og ég er 20 stigum á eftir Mark. Það er ekki útilokað að brúa bilið. Ég verð að setja undir mig hausinn og vona það besta", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. "Ég ætla ekki að hugsa sérstaklega um titilinn, heldur reyna njóta tímabilsins. Það sem gerist, gerist, en ég mun berjast til loka. Það er það eina sem ég kann." "Ég veit ekki hvað gerðist á milli mín og Mark. Ég sá hann gera mistök og komst framúr. Það næsta sem ég veit er að hann rakst utan í mig, þó ég hafi reynt að skilja eftir pláss fyrir hann í beygjunni. Ég fór framúr honum utanvert." "Ég taldi að ég væri kominn nógu langt framúr, bremsaði og beygði. Það sprakk dekk hjá mér við samstuðið og þá var þetta búið. Svona er kappakstur", sagði Hamilton. Stigastaðan 1 Mark Webber 202 2 Fernando Alonso 191 3 Lewis Hamilton 182 4 Sebastian Vettel 181 5 Jenson Button 177 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton varð fyrir áfalli í öðru Formúlu 1 mótinu í röð. Hann féll úr leik í Singapúr í gær eftir samstuð við Mark Webber, en þeir voru í efstu sætunum tveimur í stigamótinu fyrir keppnina. Fernando Alonso sem vann í gær er núna kominn í annað sætið á eftir Webber. Webber er 11 stigum á undan Alonso, en Hamilton er 20 stigum á eftir, en var 5 stigum á eftir Webber fyrir keppnina í gær. "Það er enn fjögur mót eftir og ég er 20 stigum á eftir Mark. Það er ekki útilokað að brúa bilið. Ég verð að setja undir mig hausinn og vona það besta", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. "Ég ætla ekki að hugsa sérstaklega um titilinn, heldur reyna njóta tímabilsins. Það sem gerist, gerist, en ég mun berjast til loka. Það er það eina sem ég kann." "Ég veit ekki hvað gerðist á milli mín og Mark. Ég sá hann gera mistök og komst framúr. Það næsta sem ég veit er að hann rakst utan í mig, þó ég hafi reynt að skilja eftir pláss fyrir hann í beygjunni. Ég fór framúr honum utanvert." "Ég taldi að ég væri kominn nógu langt framúr, bremsaði og beygði. Það sprakk dekk hjá mér við samstuðið og þá var þetta búið. Svona er kappakstur", sagði Hamilton. Stigastaðan 1 Mark Webber 202 2 Fernando Alonso 191 3 Lewis Hamilton 182 4 Sebastian Vettel 181 5 Jenson Button 177
Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira