Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, skellti sér til London á miðvikudaginn, tveimur dögum eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út. Ekkert hefur heyrst í Lárusi eftir hrun en hann lét fara vel um sig á Saga Class í vél Icelandair.
Sessunautur Lárusar, sem flutti nýverið lögheimili sitt til Bretlands, var Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða, en hann sat í stjórn Glitnis á sama tíma og Lárus var forstjóri.