Geir Guðmundsson, leikmaður Akureyrar handboltafélags, mun halda til Þýskalands í næsta mánuði og æfa með meistaraliði Kiel í eina viku.
Hann sagði í samtali við mbl.is að samningaviðræður væru ekki í myndinni að þessu sinni en að reynslan myndi nýtast sér vel í framtíðinni.
Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel en auk þess leikur Aron Pálmarsson með félaginu.
Geir er sautján ára örvhent skytta og hefur þótt standa sig gríðarlega vel með toppliði Akureyrar sem er ósigrað í N1-deild karla.
Annar efnilegur Akureyringur, Guðmundur Hólmar Helgason, æfði með Kiel á síðasta ári.