Ráðherra í framúrkeyrslu Benedikt Jóhannesson skrifar 14. september 2010 06:00 Í Fréttablaðinu laugardaginn 11. september segir fyrrverandi heilbrigðisráðherra aðspurður um hvers vegna hann hafi skipt út allri stjórn Sjúkratrygginga Íslands: „Hinu er ekki að leyna að framúrkeyrsla Sjúkratrygginga er ólíðandi. Mér fannst ríkja ákveðin uppgjöf innan stjórnarinnar gagnvart því að halda sig innan ramma fjárlaga." Ljóst er að ráðherrann hefur ekki skilið hvernig útgjöld Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) verða til. Hef ég þó á mörgum fundum með ráðherranum reynt að skýra það, en er ljúft og skylt að gera það aftur. Rétt er að útgjöld SÍ stefna í það að fara fram úr fjárlögum. Meginástæður eru samningar sem samninganefnd heilbrigðisráðherra gerði árið 2008 við sérfræðilækna og ákvörðun á fjárlögum 2010 um að skera niður útgjöld til sérfræðikostnaðar um nærri þriðjung eða nálægt tvo milljarða króna. Engar tillögur komu frá ráðherranum um sparnað en tillögum SÍ þar um hafnað. SÍ hafa ekki aukið útgjöld á þessu sviði. Samningar við læknaAllt frá því að SÍ tóku til starfa árið 2008 hafa samningar við lækna verið unnir í nánu samstarfi við heilbrigðisráðuneytið og ráðherra (HBR). Forræði á samningum var hjá heilbrigðisráðherra til 1. október 2008. Samningar við sérfræðilækna vorið 2008 voru gerðir með vilja og vitund ráðherra. Hann vissi að þeir samningar fælu í sér kostnaðaraukningu og hafði samráð við fjármálaráðherra um 777 milljóna viðbótarfjárveitingu vegna þess. Fjármálaráðherra samþykkti að styðja málið og fjárveiting var veitt árið 2008. Hún var hins vegar ekki veitt vegna ársins 2009. Samningarnir voru þó enn í gildi. SÍ verða að uppfylla gerða samninga við allar stéttir. Sjúkratryggðir eiga líka rétt samkvæmt lögum. SÍ ákveður því ekki einhliða að borga ekki reikninga sem sendir eru í samræmi við gerða samninga. Vorið 2009 var gert viðbótarsamkomulag við sérfræðilækna þar sem þeir féllu frá 9% hækkun á töxtum sem þeir áttu rétt á. Fjárlög 2010Skv. tillögum til fjárlaga 2010 átti að spara 2 milljarða króna á læknakostnaði. Í því fólst um 30% niðurskurður á þessum lið. Á fundi formanns SÍ með ráðuneytisstjóra nálægt mánaðamótum sept.-okt. taldi ráðuneytisstjórinn þetta óraunhæft markmið. Leiðir til sparnaðar ríkisins á sérfræðikostnaði eru þrjár: 1. Lækkun taxta með samningum við heilbrigðisstéttir 2. Aukin kostnaðarhlutdeild almennings 3. Takmörkun á aðgengi að þjónustunni eða með því að draga úr eftirspurn SÍ sendi frá sér tillögur um aðgerðir í nóvember 2009. Þær fólu meðal annars í sér aukna hlutdeild almennings þannig að menn bæru stærstan hluta kostnaðar upp að ákveðnu marki, liðlega 20 þúsund krónum. Hlutdeild yrði ekki aukin þar yfir og því ekki snert alvarlega veikt fólk. Einnig voru hugmyndir um að draga úr dýrum rannsóknum og freista þess að lækka taxta með samningum við heilbrigðisstarfsmenn. Þessum tillögum var hafnað af ráðherra. Eftir áramót komu fram í starfshópi undir forystu ráðuneytisstjóra HBR fram svipaðar hugmyndir til sparnaðar. Breytingar á gjaldskrám hinna sjúkratryggðu, sem hefðu leitt til sparnaðar hjá SÍ upp á 650 til 850 milljónir króna. Þeim hugmyndum var einnig hafnað af ráðherranum. Að ósk ráðherra var vorið 2010 ráðinn sérstakur trúnaðarmaður ráðherra til að stýra samningum SÍ við sérfræðilækna. Samningaviðræðum lauk án árangurs. Ráðherrann ber ábyrgðinaSparnaður um 30% í einum af stærstu útgjaldaliðum sjúkratrygginga fæst ekki nema ráðherra samþykki þær aðgerðir sem gripið er til því að hann ber á þeim pólitíska ábyrgð. Þær tillögur komu ekki frá Alþingi og engar tillögur þar um komu frá ráðherranum þá mánuði sem hann sat í ráðuneytinu. Tillögum SÍ var hafnað. Það er létt verk ráðherra að segja nei, erfiðara að koma með ábyrgar tillögur. Heilbrigðismál eru viðkvæmur málaflokkur og mikilvægt að ætíð sé góð samvinna og sátt milli stjórnvalda og heilbrigðisstarfsmanna. Á fundum með ráðuneytinu hefur ítrekað verið varað við þeirri hættu að íslenskir læknar leiti til útlanda þar sem þeim byðust betri kjör. Því miður virðist svo sem þessi varnaðarorð séu nú komin fram, því að víða gengur illa að manna stöður lækna. Það kann að hafa villt um fyrir ráðherranum að Sjúkratryggingar í góðri samvinnu við ráðuneytið náðu allt frá vorinu 2009 miklum sparnaði í útgjöldum vegna lyfjakostnaðar með því að binda niðurgreiðslur við ódýrasta lyfið í hverjum lyfjaflokki. Því miður finnast engir samheitalæknar sem hægt er að leita til í því skyni að draga úr útgjöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Skoðanir Skoðun Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu laugardaginn 11. september segir fyrrverandi heilbrigðisráðherra aðspurður um hvers vegna hann hafi skipt út allri stjórn Sjúkratrygginga Íslands: „Hinu er ekki að leyna að framúrkeyrsla Sjúkratrygginga er ólíðandi. Mér fannst ríkja ákveðin uppgjöf innan stjórnarinnar gagnvart því að halda sig innan ramma fjárlaga." Ljóst er að ráðherrann hefur ekki skilið hvernig útgjöld Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) verða til. Hef ég þó á mörgum fundum með ráðherranum reynt að skýra það, en er ljúft og skylt að gera það aftur. Rétt er að útgjöld SÍ stefna í það að fara fram úr fjárlögum. Meginástæður eru samningar sem samninganefnd heilbrigðisráðherra gerði árið 2008 við sérfræðilækna og ákvörðun á fjárlögum 2010 um að skera niður útgjöld til sérfræðikostnaðar um nærri þriðjung eða nálægt tvo milljarða króna. Engar tillögur komu frá ráðherranum um sparnað en tillögum SÍ þar um hafnað. SÍ hafa ekki aukið útgjöld á þessu sviði. Samningar við læknaAllt frá því að SÍ tóku til starfa árið 2008 hafa samningar við lækna verið unnir í nánu samstarfi við heilbrigðisráðuneytið og ráðherra (HBR). Forræði á samningum var hjá heilbrigðisráðherra til 1. október 2008. Samningar við sérfræðilækna vorið 2008 voru gerðir með vilja og vitund ráðherra. Hann vissi að þeir samningar fælu í sér kostnaðaraukningu og hafði samráð við fjármálaráðherra um 777 milljóna viðbótarfjárveitingu vegna þess. Fjármálaráðherra samþykkti að styðja málið og fjárveiting var veitt árið 2008. Hún var hins vegar ekki veitt vegna ársins 2009. Samningarnir voru þó enn í gildi. SÍ verða að uppfylla gerða samninga við allar stéttir. Sjúkratryggðir eiga líka rétt samkvæmt lögum. SÍ ákveður því ekki einhliða að borga ekki reikninga sem sendir eru í samræmi við gerða samninga. Vorið 2009 var gert viðbótarsamkomulag við sérfræðilækna þar sem þeir féllu frá 9% hækkun á töxtum sem þeir áttu rétt á. Fjárlög 2010Skv. tillögum til fjárlaga 2010 átti að spara 2 milljarða króna á læknakostnaði. Í því fólst um 30% niðurskurður á þessum lið. Á fundi formanns SÍ með ráðuneytisstjóra nálægt mánaðamótum sept.-okt. taldi ráðuneytisstjórinn þetta óraunhæft markmið. Leiðir til sparnaðar ríkisins á sérfræðikostnaði eru þrjár: 1. Lækkun taxta með samningum við heilbrigðisstéttir 2. Aukin kostnaðarhlutdeild almennings 3. Takmörkun á aðgengi að þjónustunni eða með því að draga úr eftirspurn SÍ sendi frá sér tillögur um aðgerðir í nóvember 2009. Þær fólu meðal annars í sér aukna hlutdeild almennings þannig að menn bæru stærstan hluta kostnaðar upp að ákveðnu marki, liðlega 20 þúsund krónum. Hlutdeild yrði ekki aukin þar yfir og því ekki snert alvarlega veikt fólk. Einnig voru hugmyndir um að draga úr dýrum rannsóknum og freista þess að lækka taxta með samningum við heilbrigðisstarfsmenn. Þessum tillögum var hafnað af ráðherra. Eftir áramót komu fram í starfshópi undir forystu ráðuneytisstjóra HBR fram svipaðar hugmyndir til sparnaðar. Breytingar á gjaldskrám hinna sjúkratryggðu, sem hefðu leitt til sparnaðar hjá SÍ upp á 650 til 850 milljónir króna. Þeim hugmyndum var einnig hafnað af ráðherranum. Að ósk ráðherra var vorið 2010 ráðinn sérstakur trúnaðarmaður ráðherra til að stýra samningum SÍ við sérfræðilækna. Samningaviðræðum lauk án árangurs. Ráðherrann ber ábyrgðinaSparnaður um 30% í einum af stærstu útgjaldaliðum sjúkratrygginga fæst ekki nema ráðherra samþykki þær aðgerðir sem gripið er til því að hann ber á þeim pólitíska ábyrgð. Þær tillögur komu ekki frá Alþingi og engar tillögur þar um komu frá ráðherranum þá mánuði sem hann sat í ráðuneytinu. Tillögum SÍ var hafnað. Það er létt verk ráðherra að segja nei, erfiðara að koma með ábyrgar tillögur. Heilbrigðismál eru viðkvæmur málaflokkur og mikilvægt að ætíð sé góð samvinna og sátt milli stjórnvalda og heilbrigðisstarfsmanna. Á fundum með ráðuneytinu hefur ítrekað verið varað við þeirri hættu að íslenskir læknar leiti til útlanda þar sem þeim byðust betri kjör. Því miður virðist svo sem þessi varnaðarorð séu nú komin fram, því að víða gengur illa að manna stöður lækna. Það kann að hafa villt um fyrir ráðherranum að Sjúkratryggingar í góðri samvinnu við ráðuneytið náðu allt frá vorinu 2009 miklum sparnaði í útgjöldum vegna lyfjakostnaðar með því að binda niðurgreiðslur við ódýrasta lyfið í hverjum lyfjaflokki. Því miður finnast engir samheitalæknar sem hægt er að leita til í því skyni að draga úr útgjöldum.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun