Fallegur pakki fyrir aðdáendur Trausti Júlíusson skrifar 9. desember 2010 18:00 Alpanon með Hjaltalín. Tónlist Alpanon Hjaltalín Hljómsveitin Hjaltalín hefur verið yfirburðasveit undanfarin ár. Tvær fyrstu plöturnar hennar, Sleepdrunk Seasons (2007) og Terminal (2009), eru margverðlaunaðar og af mörgum taldar bestu plötur síðustu ára í íslensku poppi. Hjaltalín hefur líka verið dugleg við spilamennsku og lagt í mörg metnaðarfull verkefni. Útsetningin á Þú komst við hjartað í mér var snilldarleikur og á Listahátíð 2009 spilaði hljómsveitin eftirminnilega tónleika í Íslensku óperunni með kammersveit. Og svo voru það stórtónleikar með Sinfóníuhljómsveit Íslands í júní 2010 sem nú eru komnir á geislaplötu og DVD-disk undir nafninu Alpanon. Popphljómsveitir sem spila með Sinfó er konsept sem gengur misvel upp, en það er óhætt að reikna með góðu þegar Hjaltalín á í hlut þar sem klassískur þráður er þegar í tónlist hennar. Og það er margt sem gengur upp á Alpanon. Umgjörðin er falleg og það eru ágæt tilþrif í gangi í útsetningunum. Umslagið er líka fallegt, tilbrigði við hið frábæra umslag á Terminal. Hljómurinn er góður og öll vinnsla til fyrirmyndar. Samt varð ég fyrir vonbrigðum með þessa tónleika. Kannski hefði mátt leggja meira upp úr nýju efni. Á disknum eru tvö ný lög, A Bag Lady og Year of the Horse, og það eru mín uppáhaldslög á Alpanon, sérstaklega það fyrrnefnda. Þrjú lög eru af Sleepdrunk Seasons og níu af Terminal. Það er kannski vandamálið við þessa útgáfu. Það er of stutt liðið frá því að Terminal kom út og búið að spila mörg þessara laga í tætlur síðustu misseri. Og útsetningarnar bæta litlu við lög eins og Sweet Impressions, Stay By You og Feels Like Sugar. Stærri útsetning er ekki endilega betri. Kannski hefði mátt hugsa einhver lög alveg upp á nýtt? Fyrir utan nýju lögin eru samt nokkur sem koma sérstaklega vel út, t.d. Traffic Music, Hooked on Chili, Song From Incidental Music og Trailer Music. Á heildina litið er Alpanon fallegur pakki fyrir Hjaltalín-aðdáendur þó að það dragi úr hvatanum til að setja hann í tækið hvað maður er búinn að heyra mörg þessara laga oft undanfarið. Það verður spennandi að hlusta á hann eftir svona fimm ár og meta hann upp á nýtt. Niðurstaða: Margt vel gert, en nýju lögin hefðu mátt vera fleiri. Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist Alpanon Hjaltalín Hljómsveitin Hjaltalín hefur verið yfirburðasveit undanfarin ár. Tvær fyrstu plöturnar hennar, Sleepdrunk Seasons (2007) og Terminal (2009), eru margverðlaunaðar og af mörgum taldar bestu plötur síðustu ára í íslensku poppi. Hjaltalín hefur líka verið dugleg við spilamennsku og lagt í mörg metnaðarfull verkefni. Útsetningin á Þú komst við hjartað í mér var snilldarleikur og á Listahátíð 2009 spilaði hljómsveitin eftirminnilega tónleika í Íslensku óperunni með kammersveit. Og svo voru það stórtónleikar með Sinfóníuhljómsveit Íslands í júní 2010 sem nú eru komnir á geislaplötu og DVD-disk undir nafninu Alpanon. Popphljómsveitir sem spila með Sinfó er konsept sem gengur misvel upp, en það er óhætt að reikna með góðu þegar Hjaltalín á í hlut þar sem klassískur þráður er þegar í tónlist hennar. Og það er margt sem gengur upp á Alpanon. Umgjörðin er falleg og það eru ágæt tilþrif í gangi í útsetningunum. Umslagið er líka fallegt, tilbrigði við hið frábæra umslag á Terminal. Hljómurinn er góður og öll vinnsla til fyrirmyndar. Samt varð ég fyrir vonbrigðum með þessa tónleika. Kannski hefði mátt leggja meira upp úr nýju efni. Á disknum eru tvö ný lög, A Bag Lady og Year of the Horse, og það eru mín uppáhaldslög á Alpanon, sérstaklega það fyrrnefnda. Þrjú lög eru af Sleepdrunk Seasons og níu af Terminal. Það er kannski vandamálið við þessa útgáfu. Það er of stutt liðið frá því að Terminal kom út og búið að spila mörg þessara laga í tætlur síðustu misseri. Og útsetningarnar bæta litlu við lög eins og Sweet Impressions, Stay By You og Feels Like Sugar. Stærri útsetning er ekki endilega betri. Kannski hefði mátt hugsa einhver lög alveg upp á nýtt? Fyrir utan nýju lögin eru samt nokkur sem koma sérstaklega vel út, t.d. Traffic Music, Hooked on Chili, Song From Incidental Music og Trailer Music. Á heildina litið er Alpanon fallegur pakki fyrir Hjaltalín-aðdáendur þó að það dragi úr hvatanum til að setja hann í tækið hvað maður er búinn að heyra mörg þessara laga oft undanfarið. Það verður spennandi að hlusta á hann eftir svona fimm ár og meta hann upp á nýtt. Niðurstaða: Margt vel gert, en nýju lögin hefðu mátt vera fleiri.
Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira