Hamilton: Mun berjast af meiri hörku 17. september 2010 11:26 Lewis Hamilton á McLaren féll úr leik í síðustu keppni. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton féll úr leik í síðustu Formúlu 1 keppni og tapaði af dýrmætum stigum í titilslagnum, þar sem fjórir aðrir ökumenn keppa við hann um titilinn. Mark Webber náði forystunni af Hamilton í stigamótinu, en Fernando Alonso er þriðji, Jenson Button og Sebastian Vettel. "Mér líður eins og ég hafi brugðist liðinu, þannig að ég mun berjast af enn meiri hörku það sem eftir lifir tímabilsins", sagði Lewis Hamilton í frétt á autosport.com, en ummælin eru tekin af vefsíðu hans. "Ég hef tvisvar fallið úr leik og náð einum sigri í síðustu þremur mótum. Það er ekki svo slæmt, en ég hef tapað stigum á keppinauta mína í titilsókninni. Þessi úrslit eru ekki nógu góð til að færa mér titilinn." Hamilton segir að hann verði að taka hvert mót fyrir sig og hann verði að ljúka þeim fimmt mótum sem eftir eru. "Ég mæti í Singapúr til að sigra. Ég hef áður lent í erfiðleikum á ferlinum og maður þarf að læra af slíkum aðstæðum. Maður tekur upplýsingarnar og nýtir reynsluna og lítur fram veginn." "Ég fór á fætur á mánudaginn með hugann við næsta mót, að bæta bílinn og þokast nær titilinum. Það er ekki hægt að dvelja í neikvæðni. Við erum enn í góðri stöðu og þurfum að nýta hana", sagði Hamilton. Stigastaðan 1 Mark Webber 187 2 Lewis Hamilton 182 3 Fernando Alonso 166 4 Jenson Button 165 5 Sebastian Vettel 163 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton féll úr leik í síðustu Formúlu 1 keppni og tapaði af dýrmætum stigum í titilslagnum, þar sem fjórir aðrir ökumenn keppa við hann um titilinn. Mark Webber náði forystunni af Hamilton í stigamótinu, en Fernando Alonso er þriðji, Jenson Button og Sebastian Vettel. "Mér líður eins og ég hafi brugðist liðinu, þannig að ég mun berjast af enn meiri hörku það sem eftir lifir tímabilsins", sagði Lewis Hamilton í frétt á autosport.com, en ummælin eru tekin af vefsíðu hans. "Ég hef tvisvar fallið úr leik og náð einum sigri í síðustu þremur mótum. Það er ekki svo slæmt, en ég hef tapað stigum á keppinauta mína í titilsókninni. Þessi úrslit eru ekki nógu góð til að færa mér titilinn." Hamilton segir að hann verði að taka hvert mót fyrir sig og hann verði að ljúka þeim fimmt mótum sem eftir eru. "Ég mæti í Singapúr til að sigra. Ég hef áður lent í erfiðleikum á ferlinum og maður þarf að læra af slíkum aðstæðum. Maður tekur upplýsingarnar og nýtir reynsluna og lítur fram veginn." "Ég fór á fætur á mánudaginn með hugann við næsta mót, að bæta bílinn og þokast nær titilinum. Það er ekki hægt að dvelja í neikvæðni. Við erum enn í góðri stöðu og þurfum að nýta hana", sagði Hamilton. Stigastaðan 1 Mark Webber 187 2 Lewis Hamilton 182 3 Fernando Alonso 166 4 Jenson Button 165 5 Sebastian Vettel 163
Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira