Hannes Þ. Sigurðsson tryggði Sundsvall 1-0 útisigur á Falkenberg í sænsku b-deildinni í dag en með þessum sigri komst Sundsvall-liðið upp að hlið Norrköping í toppsæti deildarinnar en Norrköping sem tapaði sínum leik í dag er með örlítið betri markatölu og heldur því efsta sætinu.
Sigurmark Hannesar kom strax á 12. mínútu leiksins en Hannes lék einn í framlínu Sundsvall allan leikinn. Ari Freyr Skúlason lék einnig allan leikinn framarlega á fimm manna miðju Sundsvall.
Gunnar Þór Gunnarsson kom inn á sem varamaður á 34. mínútu hjá Norrköping sem tapaði 3-1 á útivelli á móti Landskrona BoIS.
Hannes með sigurmarkið hjá Sundsvall
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti

Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport


Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík
Íslenski boltinn


