Webber myndi bjarga Vettel frá drukknun 5. júlí 2010 16:15 Hluti Red Bull liðsins var á Goodwood aksturshátíðinni í Bretlandi um helgina. Mynd: Getty Images Mark Webber sem hefur verið meðal þeirra efstu í stigamótinu á þessu ári segir að Ferrari sé ekkert búiði að vera, þó liðið hafi ekki unnið sigur frá því í fyrsta mótinu. "Það er aldrei hægt að afskrifa Ferrari. Það er sterkt lið og Fernando er traustur ökumaður, þannig að þessir gaurar verða í slagnum", sagði Webber í frétt á autosport.com, sem vitnar í ummæli á BBC. "Baráttan er stórkostleg og ég nýt hennar. Það eru margir ökumenn sem eiga eftir að vinna og nokkrir okkar hafa unnið tvö mót. Það væri gaman að vera sá fyrsti sem nær þriðja og fjórða sigrinum og ná þannig slagkraftinum." Webber hefur ekki gengið sem best að undanförnu, eftir að hafa verið í efsta sæti stigalistans um tíma. Hann velti harkalega í síðustu keppni í Valencia en slapp ómeiddur. "Við reynum að ná öllum mögulegum stigum, en það gekk illa í Valencia og ég náði bara fimmta sæti Montreal. Í Istanbul var ég á verðlaunapall, sem var ekki alslæmt. Við höldum baráttunni áfram", sagði Webber. Varðandi innabúðarslag hans og Vettels upp á síðkastið sagði Webber; "Við erum ekki að setja sykurinn í teið hjá hvor öðrum, en það er viðbúið. Það er mikið í húfi og við pressum á hvorn annan til að ná árangri, hver á sinn hátt. Ef hann væri að drukkna í sjónum myndi ég bjarga honum. Ég hata hann ekki, en við erum í samkeppni", sagði Webber. Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Mark Webber sem hefur verið meðal þeirra efstu í stigamótinu á þessu ári segir að Ferrari sé ekkert búiði að vera, þó liðið hafi ekki unnið sigur frá því í fyrsta mótinu. "Það er aldrei hægt að afskrifa Ferrari. Það er sterkt lið og Fernando er traustur ökumaður, þannig að þessir gaurar verða í slagnum", sagði Webber í frétt á autosport.com, sem vitnar í ummæli á BBC. "Baráttan er stórkostleg og ég nýt hennar. Það eru margir ökumenn sem eiga eftir að vinna og nokkrir okkar hafa unnið tvö mót. Það væri gaman að vera sá fyrsti sem nær þriðja og fjórða sigrinum og ná þannig slagkraftinum." Webber hefur ekki gengið sem best að undanförnu, eftir að hafa verið í efsta sæti stigalistans um tíma. Hann velti harkalega í síðustu keppni í Valencia en slapp ómeiddur. "Við reynum að ná öllum mögulegum stigum, en það gekk illa í Valencia og ég náði bara fimmta sæti Montreal. Í Istanbul var ég á verðlaunapall, sem var ekki alslæmt. Við höldum baráttunni áfram", sagði Webber. Varðandi innabúðarslag hans og Vettels upp á síðkastið sagði Webber; "Við erum ekki að setja sykurinn í teið hjá hvor öðrum, en það er viðbúið. Það er mikið í húfi og við pressum á hvorn annan til að ná árangri, hver á sinn hátt. Ef hann væri að drukkna í sjónum myndi ég bjarga honum. Ég hata hann ekki, en við erum í samkeppni", sagði Webber.
Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira