Íslensk mótmæli í Simpsons 18. maí 2010 10:30 Landsbankanum og bálreiðum íslenskum mótmælendum bregður fyrir í nýjasta þættinum um Simpsons-fjölskylduna sem sýndur var í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld. Í þættinum sést hvar hópur Íslendinga með mótmælaspjöld brýtur sér leið inn í „National Bank of Iceland" en það hét Landsbankinn á ensku. Á mótmælaspjöldunum má meðal annars sjá strikað yfir IMF eða Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og svo illskiljanlegar setningar á borð við „neitun Hómer", „við vilja okkar peninga!" og „segna upp nú". Telja verður líklegt að handritshöfundar Simpsons hafi leitað til Google Translate-forritsins og treyst á að það myndi reynast öruggt. Íslendingarnir ákveða að henda múrsteini í íslenska skjaldamerkið, brenna eftirmynd af Hómer Simpson og bölsótast yfir þeirri staðreynd að Bjólfur sé ekki íslenskur.Söguþráðurinn í þættinum er á þá leið að Springfield, heimabær Simpsons, á í miklum fjárhagserfiðleikum. Borgarstjórinn tilkynnir miklar sparnaðaraðgerðir sem felast meðal annars í því að hætt verður að hirða upp dauð dýr, kennsla í skólum er skorin niður og hættuminnstu föngunum er sleppt. Í kjölfarið hrynur fasteignamarkaðurinn og flestir af nágrönnum Simpson-fjölskyldunnar neyðast til að selja hús sín. Hómer verður stórhrifinn af nágrannahúsinu eftir að hann rennur á gómsæta smákökulykt og tekur lán fyrir kaupunum. Hann er hins vegar aðeins of seinn því fasteignasalinn hefur þegar fundið kaupanda að eigninni. Hómer bregst illa við og útskýrir fyrir fasteignasalanum að hann hafi tekið lán sem þegar hafi verið selt til banka, vogunarsjóða og annarra lánastofnana um allan heim. Áletranir mótmælaspjaldanna eru augljóslega fengnar frá þýðingarforritinu Google Translate því kröfurnar eru flestar óskiljanlegar.Og í þeim töluðu orðum er kastljósinu beint að mótmælunum við Landsbankann þar sem æstir Íslendingar vilja drepa Hómer og brenna eftirmynd af honum. Í bakgrunni má sjá íslenska fánann og loks taka tveir menn tal saman. „Við eigum að minnsta kosti Bjólf," segir einn en hinn svarar að bragði. „Við eigum hann ekki." Um 6,3 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á þáttinn. Þættirnir um Simpson-fjölskylduna eru farsælustu sjónvarpsþættir allra tíma. Engir þættir hafa jafn lengi verið sýndir á besta tíma í Bandaríkjunum. Fyrsti þátturinn fór í loftið 17. desember árið 1989. - afb, fgg Skroll-Lífið Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Landsbankanum og bálreiðum íslenskum mótmælendum bregður fyrir í nýjasta þættinum um Simpsons-fjölskylduna sem sýndur var í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld. Í þættinum sést hvar hópur Íslendinga með mótmælaspjöld brýtur sér leið inn í „National Bank of Iceland" en það hét Landsbankinn á ensku. Á mótmælaspjöldunum má meðal annars sjá strikað yfir IMF eða Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og svo illskiljanlegar setningar á borð við „neitun Hómer", „við vilja okkar peninga!" og „segna upp nú". Telja verður líklegt að handritshöfundar Simpsons hafi leitað til Google Translate-forritsins og treyst á að það myndi reynast öruggt. Íslendingarnir ákveða að henda múrsteini í íslenska skjaldamerkið, brenna eftirmynd af Hómer Simpson og bölsótast yfir þeirri staðreynd að Bjólfur sé ekki íslenskur.Söguþráðurinn í þættinum er á þá leið að Springfield, heimabær Simpsons, á í miklum fjárhagserfiðleikum. Borgarstjórinn tilkynnir miklar sparnaðaraðgerðir sem felast meðal annars í því að hætt verður að hirða upp dauð dýr, kennsla í skólum er skorin niður og hættuminnstu föngunum er sleppt. Í kjölfarið hrynur fasteignamarkaðurinn og flestir af nágrönnum Simpson-fjölskyldunnar neyðast til að selja hús sín. Hómer verður stórhrifinn af nágrannahúsinu eftir að hann rennur á gómsæta smákökulykt og tekur lán fyrir kaupunum. Hann er hins vegar aðeins of seinn því fasteignasalinn hefur þegar fundið kaupanda að eigninni. Hómer bregst illa við og útskýrir fyrir fasteignasalanum að hann hafi tekið lán sem þegar hafi verið selt til banka, vogunarsjóða og annarra lánastofnana um allan heim. Áletranir mótmælaspjaldanna eru augljóslega fengnar frá þýðingarforritinu Google Translate því kröfurnar eru flestar óskiljanlegar.Og í þeim töluðu orðum er kastljósinu beint að mótmælunum við Landsbankann þar sem æstir Íslendingar vilja drepa Hómer og brenna eftirmynd af honum. Í bakgrunni má sjá íslenska fánann og loks taka tveir menn tal saman. „Við eigum að minnsta kosti Bjólf," segir einn en hinn svarar að bragði. „Við eigum hann ekki." Um 6,3 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á þáttinn. Þættirnir um Simpson-fjölskylduna eru farsælustu sjónvarpsþættir allra tíma. Engir þættir hafa jafn lengi verið sýndir á besta tíma í Bandaríkjunum. Fyrsti þátturinn fór í loftið 17. desember árið 1989. - afb, fgg
Skroll-Lífið Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira