Umfjöllun: Sveinbjörn kláraði HK í frábærum leik Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 25. nóvember 2010 19:41 Heimir Örn var góður í kvöld. Akureyri vann magnaðan sigur á HK í N1-deild karla í kvöld, 32-21. Vörn Akureyrar varði frá Daníel Berg Grétarssyni á síðustu sekúndum leiksins. Akureyri er því enn taplaust á toppnum. með fullt hús stiga. Stemningin í Höllinni hefur ekki verið svona góð lengi. Troðfullt hús, allir klöppuðu með og umgjörðin frábær. Akureyringar eru gott fordæmi fyrir önnur félög og stemningin var mögnuð löngu fyrir leik líka. Leikmenn segja allir að það sé skemmtilegast að spila við svona aðstæður, hvort liðið sem þeir eru að spila fyrir. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur. Staðan var 2-2 eftir eins og hálfa mínútu en svo komst Akureyri í 6-3. HK hafði verið kærulaust í sókninni en Akureyri tók við því kefli. Liðið henti boltanum í það minnsta fimm sinnum frá sér á fyrstu fimmtán mínútunum og munar um minna. Á móti fann Björn sig alls ekki í markinu framan af. Akureyri komst í 11-8 en HK minnkaði muninn í 13-12. Heimamenn sigu aftur fram úr og leiddu 18-14 í hálfleik. Heimir Örn var algjörlega frábær í bæði vörn og sókn og stýrði leik liðsins virkilega vel. Spennan í seinni hálfleik var mögnuð. HK saxaði á forskotið, jafnaði og komst loks yfir í 25-26. Þá voru um fimmtán mínútur eftir. Sókn HK varð betri og betri og Sveinbjörn fann sig ekki eins og í svo mörgum leikjum í vetur. Stefán Uxi Guðnason átti ágæta innkomu en hinu megin varði Björn oft á mikilvægum tímapunktum. Þegar níu mínútur voru eftir fengu Akureyringar tvisvar sinnum tvær mínútur og voru fjórir í tvær mínútur. HK komst þá tveimur mörkum yfir. Sveinbjörn varði svo úr hraðaupphlauði frá Atla Ævari sem var sínum gömlu félögum mjög erfiður í kvöld og Akureyri skoraði. Staðan 28-29 og sex mínútur eftir. Liðin skiptust á að skora þar til Sveinbjörn varði úr horninu og Guðmundur Hólmar jafnaði í 31-31. Þrjár mínútur eftir. Sveinbjörn varði aftur, nú glæsilega þrumuskot frá Ólafi og Akureyri fór í sókn. Geir fiskaði víti og Bjarni skoraði. Tvær mínútur eftir og Akureyri komið aftur yfir. HK tók leikhlé. Ólafur skaut svo en Sveinbjörn sýndi enn og aftur magnaða takta og varði frábærlega. Ótrúlegar vörslur undir lokin hjá Sveinbirni. Akureyri fór í langa sókn en Guðmundur skaut í stöngina. Tuttugu sekúndur lifðu leiks og HK átti aukakast fjórum sekúndum fyrir leikslok. Daníel Berg skaut en vörnin varði og Sveinbjörn í kjölfarið. Ótrúlegur lokasprettur og gríðarleg stemning myndaðist. Magnaður endir á einum besta leik deildarinnar í ár. Heimir Örn Árnason var frábær í liði Akureyrar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann var allt í öllu, lagði upp, skoraði og spilaði frábæra vörn. Bjarki Már var sömuleiðis frábær í liði HK og bar af ásamt Atla.Akureyri - HK 32 - 31 (18-14)Mörk Akureyrar (skot): Heimir Örn Árnason 8 (9), Bjarni Fritzson 7/4 (12/5), Guðmundur Hólmar Helgason 6 (9), Oddur Gretarsson 4 (5), Geir Guðmundsson 3 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (4), Guðlaugur Arnarsson 2 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16 (42) 38%, Stefán U. Guðnason 3 (8) 38%.Hraðaupphlaup: 6 (Heimir, Guðmundur, Bjarni, Oddur 2, Guðlaugur, ).Fiskuð víti: 6 (Guðlaugur, Hörður 2, Geir 2, ).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 12/2 (14), Atli Ævar Ingólfsson 9 (12), Daníel Berg Grétarsson 4 (12), Ólafur Bjarki Ragnarsson 3 (12), Hörður Másson 2 (6), Hákon Hermannsson 1 (4). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 13/1 (43/6) 29%),Hraðaupphlaup: 4 (Bjarki 3, Atli).Fiskuð víti: 2 (Hörður, Atli).Utan vallar: 2 mínútur.Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson. Góðir. Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira
Akureyri vann magnaðan sigur á HK í N1-deild karla í kvöld, 32-21. Vörn Akureyrar varði frá Daníel Berg Grétarssyni á síðustu sekúndum leiksins. Akureyri er því enn taplaust á toppnum. með fullt hús stiga. Stemningin í Höllinni hefur ekki verið svona góð lengi. Troðfullt hús, allir klöppuðu með og umgjörðin frábær. Akureyringar eru gott fordæmi fyrir önnur félög og stemningin var mögnuð löngu fyrir leik líka. Leikmenn segja allir að það sé skemmtilegast að spila við svona aðstæður, hvort liðið sem þeir eru að spila fyrir. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur. Staðan var 2-2 eftir eins og hálfa mínútu en svo komst Akureyri í 6-3. HK hafði verið kærulaust í sókninni en Akureyri tók við því kefli. Liðið henti boltanum í það minnsta fimm sinnum frá sér á fyrstu fimmtán mínútunum og munar um minna. Á móti fann Björn sig alls ekki í markinu framan af. Akureyri komst í 11-8 en HK minnkaði muninn í 13-12. Heimamenn sigu aftur fram úr og leiddu 18-14 í hálfleik. Heimir Örn var algjörlega frábær í bæði vörn og sókn og stýrði leik liðsins virkilega vel. Spennan í seinni hálfleik var mögnuð. HK saxaði á forskotið, jafnaði og komst loks yfir í 25-26. Þá voru um fimmtán mínútur eftir. Sókn HK varð betri og betri og Sveinbjörn fann sig ekki eins og í svo mörgum leikjum í vetur. Stefán Uxi Guðnason átti ágæta innkomu en hinu megin varði Björn oft á mikilvægum tímapunktum. Þegar níu mínútur voru eftir fengu Akureyringar tvisvar sinnum tvær mínútur og voru fjórir í tvær mínútur. HK komst þá tveimur mörkum yfir. Sveinbjörn varði svo úr hraðaupphlauði frá Atla Ævari sem var sínum gömlu félögum mjög erfiður í kvöld og Akureyri skoraði. Staðan 28-29 og sex mínútur eftir. Liðin skiptust á að skora þar til Sveinbjörn varði úr horninu og Guðmundur Hólmar jafnaði í 31-31. Þrjár mínútur eftir. Sveinbjörn varði aftur, nú glæsilega þrumuskot frá Ólafi og Akureyri fór í sókn. Geir fiskaði víti og Bjarni skoraði. Tvær mínútur eftir og Akureyri komið aftur yfir. HK tók leikhlé. Ólafur skaut svo en Sveinbjörn sýndi enn og aftur magnaða takta og varði frábærlega. Ótrúlegar vörslur undir lokin hjá Sveinbirni. Akureyri fór í langa sókn en Guðmundur skaut í stöngina. Tuttugu sekúndur lifðu leiks og HK átti aukakast fjórum sekúndum fyrir leikslok. Daníel Berg skaut en vörnin varði og Sveinbjörn í kjölfarið. Ótrúlegur lokasprettur og gríðarleg stemning myndaðist. Magnaður endir á einum besta leik deildarinnar í ár. Heimir Örn Árnason var frábær í liði Akureyrar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann var allt í öllu, lagði upp, skoraði og spilaði frábæra vörn. Bjarki Már var sömuleiðis frábær í liði HK og bar af ásamt Atla.Akureyri - HK 32 - 31 (18-14)Mörk Akureyrar (skot): Heimir Örn Árnason 8 (9), Bjarni Fritzson 7/4 (12/5), Guðmundur Hólmar Helgason 6 (9), Oddur Gretarsson 4 (5), Geir Guðmundsson 3 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (4), Guðlaugur Arnarsson 2 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16 (42) 38%, Stefán U. Guðnason 3 (8) 38%.Hraðaupphlaup: 6 (Heimir, Guðmundur, Bjarni, Oddur 2, Guðlaugur, ).Fiskuð víti: 6 (Guðlaugur, Hörður 2, Geir 2, ).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 12/2 (14), Atli Ævar Ingólfsson 9 (12), Daníel Berg Grétarsson 4 (12), Ólafur Bjarki Ragnarsson 3 (12), Hörður Másson 2 (6), Hákon Hermannsson 1 (4). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 13/1 (43/6) 29%),Hraðaupphlaup: 4 (Bjarki 3, Atli).Fiskuð víti: 2 (Hörður, Atli).Utan vallar: 2 mínútur.Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson. Góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira