Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason skoraði fyrra mark danska liðsins OB er það gerði jafntefli við Midtjylland, 2-2, í dönsku úrvalsdeildinni.
Frank Kristensen kom Midtjylland tvívegis yfir í leiknum en OB náði að jafna í bæði skiptin. Mark Rúriks kom á 60. mínútu.
OB er þrátt fyrir jafnteflið enn á toppnum í dönsku deildinni.