Helga Margrét verður í miklu skype-sambandi við þjálfarann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2010 17:30 Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Mynd/Valli Helga Margrét Þorsteinsdóttir, sjöþrautarkona úr Ármanni, hélt blaðamannafund í dag þar sem hún fór yfir nýtt skipulag á þjálfun hennar. Yfirþjálfari Helgu mun verða Agne Bergvall þjálfari Carolinu Klüft, fyrrum Ólympíu- og heimsmeistara í sjöþraut. Vésteinn Hafsteinsson verður umboðsmaður Helgu Margrétar og sér um stjórnun verkefnisins í samráði við frjálsíþróttadeild Ármanns. Fleiri sérfræðingar munu einnig koma að sérgreinaþjálfun Helgu Margrétar en Guðmundur Hólmar Jónsson fyrrum þjálfari Helgu Margrétar kemur nú aftur að daglegri þjálfun Helgu hér á landi þannig að þetta verður meira en fjarþjálfun. „Þetta er tækifæri sem ég gerði mér aldrei vonir um að ég fengi nokkurn tímann. Þetta er virkilega spennandi en það er samt engin trygging fyrir árangri að þessi þjálfari hafi þjálfað Carolinu Klüft. Hún er örugglega meiri en helmingurinn af því," sagði Helga Margrét raunsæ. „Ég lít á þetta sem mikinn heiður að þeir séu tilbúnir til að þjálfa mig og hjálpa mér. Ég ætla að gera allt mitt til þess að nýta þetta til hins ítrasta. Þetta er samvinna á milli okkra allra og þetta mun verða gaman og flott. Það má alveg segja að þetta sé draumur," sagði Helga en hún mun treysta á tæknina í þjálfuninni þar sem Agne Bergvall er og verður út í Svíþjóð. „Þetta mun byrja á því að ég fer út í viku og viku í æfingarbúðir. Við verðum síðan í miklu skype-sambandi og þess háttar. Gummi fer með mér út, fyrst til að sjá hvernig allar æfingar eru framkvæmdar og hvað þarf að hafa að leiðarljósi," útskýrir Helga en blaðamannfundurinn fór einmitt fram með aðstoð Skype og fengu allir viðstaddir því nasasjón af því hvernig samvinna Helgu og Agne fer fram. „Við erum að taka þetta mjög hægt fyrst um sinn. Ég er að reyna að koma mér í gang aftur, þarf að venjast öllu þessu nýja og taka mér tíma í að læra inn á þetta. Ég er ekki búin að ákveða hvort ég flyt út strax eða hvað. Ég ætla að klára menntaskólann heima í vor og þangað til ætlum við að spila þetta eftir hendinni, sjá hvað hentar og hvað við þurfum að fara út. Ég mun samt fara út til þeirra og vonandi koma þeir eitthvað heim líka. Við púslum þessu saman," sagði Helga. Innlendar Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira
Helga Margrét Þorsteinsdóttir, sjöþrautarkona úr Ármanni, hélt blaðamannafund í dag þar sem hún fór yfir nýtt skipulag á þjálfun hennar. Yfirþjálfari Helgu mun verða Agne Bergvall þjálfari Carolinu Klüft, fyrrum Ólympíu- og heimsmeistara í sjöþraut. Vésteinn Hafsteinsson verður umboðsmaður Helgu Margrétar og sér um stjórnun verkefnisins í samráði við frjálsíþróttadeild Ármanns. Fleiri sérfræðingar munu einnig koma að sérgreinaþjálfun Helgu Margrétar en Guðmundur Hólmar Jónsson fyrrum þjálfari Helgu Margrétar kemur nú aftur að daglegri þjálfun Helgu hér á landi þannig að þetta verður meira en fjarþjálfun. „Þetta er tækifæri sem ég gerði mér aldrei vonir um að ég fengi nokkurn tímann. Þetta er virkilega spennandi en það er samt engin trygging fyrir árangri að þessi þjálfari hafi þjálfað Carolinu Klüft. Hún er örugglega meiri en helmingurinn af því," sagði Helga Margrét raunsæ. „Ég lít á þetta sem mikinn heiður að þeir séu tilbúnir til að þjálfa mig og hjálpa mér. Ég ætla að gera allt mitt til þess að nýta þetta til hins ítrasta. Þetta er samvinna á milli okkra allra og þetta mun verða gaman og flott. Það má alveg segja að þetta sé draumur," sagði Helga en hún mun treysta á tæknina í þjálfuninni þar sem Agne Bergvall er og verður út í Svíþjóð. „Þetta mun byrja á því að ég fer út í viku og viku í æfingarbúðir. Við verðum síðan í miklu skype-sambandi og þess háttar. Gummi fer með mér út, fyrst til að sjá hvernig allar æfingar eru framkvæmdar og hvað þarf að hafa að leiðarljósi," útskýrir Helga en blaðamannfundurinn fór einmitt fram með aðstoð Skype og fengu allir viðstaddir því nasasjón af því hvernig samvinna Helgu og Agne fer fram. „Við erum að taka þetta mjög hægt fyrst um sinn. Ég er að reyna að koma mér í gang aftur, þarf að venjast öllu þessu nýja og taka mér tíma í að læra inn á þetta. Ég er ekki búin að ákveða hvort ég flyt út strax eða hvað. Ég ætla að klára menntaskólann heima í vor og þangað til ætlum við að spila þetta eftir hendinni, sjá hvað hentar og hvað við þurfum að fara út. Ég mun samt fara út til þeirra og vonandi koma þeir eitthvað heim líka. Við púslum þessu saman," sagði Helga.
Innlendar Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira