Petrov fyrsti kostur hjá Lotus Renault við hlið Kubica 2011 9. desember 2010 15:16 Rússinn Vitaly Petrov er 26 ára gamall og ók með Renault í ár. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Rússinn Vitaly Petrov gæti orðið ökumaður við hlið Robert Kubica hjá Lotus Renault, sem var formlega tilkynnt sem lið í gær með nýju nafni. En Lotus bílaframleiðandinn breski hefur keypt sig inn í lið sem áður var nefnt Renault. Liðið byggir í raun á gömlum belgjum með nýju nafni og skipulagi hvað fjármagn varðar. Fyrirtækið Genii Capital og Renault unnu saman með Renault liðið í ár og Genii keypti síðan eignarhluti Renault í liðinu og seldi síðan Lotus 50% eignarhlut. Liðið mun áfram nota Renault vélar og tæknibúnað frá franska bílaframleiðandanum. Robert Kubica verður ökumaður Lotus Renault liðsins, en hann hefur verið ökumaður Renault, rétt eins og Petrov. "Fyrsti kostur okkar er að halda áfram með Vitaly, en hann þarf að setjast niður með okkur og ræða málin. Hann var í uppskurði í síðustu viku og hafði því ekki tíma til að ræða við Eric Bouiller (yfirmann liðsins) og tæknimennina", sagði Gerard Lopez, einn af eigendum Lotus Renault liðsins í frétt á autosport.com. "Staðan er sú að við munum taka ákvörðun eftir þessar viðræður og höfum heyrt hans skilning á hvað það þýðir ef hann verður áfram hjá liðinu. Okkar væntingar eru að hann geti gert það sem hann gerði í Ungverjalandi og Abu Dhabi oftar. Við vitum að hann hefur hraðann, en vitum líka að hann skortir einbeitingu á mótshelgum. Ef við höldum Vitaly, þá verður hann að vera stöðugri", sagði Lopez. Líkur eru á því að tvö lið verði með Lotus nafninu á næsta ári. Lotus Renault liðið og svo Team Lotus sem keppti á þessu ári með Cosworth vélar, en verður með Renault vélar á næsta ári. Ökumenn þess liðs verða Heikki Kovalainen og Jarno Trulli. Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Rússinn Vitaly Petrov gæti orðið ökumaður við hlið Robert Kubica hjá Lotus Renault, sem var formlega tilkynnt sem lið í gær með nýju nafni. En Lotus bílaframleiðandinn breski hefur keypt sig inn í lið sem áður var nefnt Renault. Liðið byggir í raun á gömlum belgjum með nýju nafni og skipulagi hvað fjármagn varðar. Fyrirtækið Genii Capital og Renault unnu saman með Renault liðið í ár og Genii keypti síðan eignarhluti Renault í liðinu og seldi síðan Lotus 50% eignarhlut. Liðið mun áfram nota Renault vélar og tæknibúnað frá franska bílaframleiðandanum. Robert Kubica verður ökumaður Lotus Renault liðsins, en hann hefur verið ökumaður Renault, rétt eins og Petrov. "Fyrsti kostur okkar er að halda áfram með Vitaly, en hann þarf að setjast niður með okkur og ræða málin. Hann var í uppskurði í síðustu viku og hafði því ekki tíma til að ræða við Eric Bouiller (yfirmann liðsins) og tæknimennina", sagði Gerard Lopez, einn af eigendum Lotus Renault liðsins í frétt á autosport.com. "Staðan er sú að við munum taka ákvörðun eftir þessar viðræður og höfum heyrt hans skilning á hvað það þýðir ef hann verður áfram hjá liðinu. Okkar væntingar eru að hann geti gert það sem hann gerði í Ungverjalandi og Abu Dhabi oftar. Við vitum að hann hefur hraðann, en vitum líka að hann skortir einbeitingu á mótshelgum. Ef við höldum Vitaly, þá verður hann að vera stöðugri", sagði Lopez. Líkur eru á því að tvö lið verði með Lotus nafninu á næsta ári. Lotus Renault liðið og svo Team Lotus sem keppti á þessu ári með Cosworth vélar, en verður með Renault vélar á næsta ári. Ökumenn þess liðs verða Heikki Kovalainen og Jarno Trulli.
Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira